Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Smjörborgari
Líf og starf 23. júlí 2025

Smjörborgari

Höfundur: Haraldur Jónasson

Fita flytur bragð og feitur hamborgari er bragðlaukunum lífsnauðsynleg fæða í sumarhasarnum. Á grillinu má hann jafnvel vera þykkur líka. En það þarf þó ekki XL hamborgarabrauð. Þar drögum við línuna.

Grillborgari er hin fullkomna sumarfæða. Vandamálið er að fá almennilegt hakk. Helst þarf að fara í kjötbúð og greiða steikarverð fyrir feitt hakk. Auðvitað á að gera það endrum og sinnum enda fátt betra en góður borgari úr úrvals hakki með réttri fituprósentu. Gott að blanda saman öxl og bringu. En ef við setjum spilin á borðið þá er ekki alltaf verið að rjúka út í kjötbúð eftir hakki og þá stöndum við frammi fyrir að kaupa hamborgaraplatta í búðinni fyrir nánast sama ef ekki hærra kílóverð og hjá slátraranum. Nú eða kippa með nautgripahakki úr kjötkælinum og fita það einfaldlega upp.

Nautahakk út úr búð er yfirleitt í kringum 10 prósent fita en til að hamborgari sé sæmilega ætur er æskilegt að fituprósentan sé ekki mikið minni en 25 prósent. Sér í lagi ef grillborgarinn á að vera sæmilega þykkur. Því hakk á að vera eldað í gegn. Þykkur borgari þýðir lengri tími á grillinu og há fituprósenta ver borgarann fyrir því að þorna ekki úr hófi fram.

Talandi um úr hófi fram þarf að passa að hamborgarinn endi ekki sem kjöthleifur. Grillborgari ætti að vera á bilinu 100 til 150 grömm að þyngd. Köllum hinn ákjósanlega sumarborgara 135 grömm. Ef próteinþörfin er meiri en það þarf að grilla tvo platta.

Aðferðafræðin

Það eru nokkrar leiðir til að ná upp fituprósentunni en einfaldasta leiðin fyrir hinn venjulega neytanda er að blanda smjöri saman við hakkið. Til að gulltryggja svo djúsínessið má endilega bæta feitum osti út í líka.

Vandamálið er að bræðslustig smjörs er frekar lágt. Trixið er að frysta smjörklump og rífa hann svo niður með grófu rifjárni. Rífa svo Havartí, Sveitabita eða annan gúmmelaðiost niður og blanda hratt og örugglega við hakk úr kjörbúðinni. Þau sem eiga hamborgarapressu nýta hana en aðrir móta kúlu úr blöndunni og kremja hana með verklegum spaða eða stórri niðursuðudós. Gott að nota stóru Ora Grænar dósina sem var keypt fyrir jólin en gleymdist að nota. Fínt að klippa niður smjörpappír og kremja hakkið á milli pappírslaga.

Þetta er ekki mikið flóknara. Grilla við miðlungsháan hita svo osturinn brenni ekki. Muna að grilla í gegn. Krydda með salti og pipar, kannski smá hvítlauksdufti og til að skrúfa herlegheitin upp í ellefu þá er gott að toppa borgarann með meiri osti og þá auðvitað amerískum og appelsínugulum.

Smjör-ostborgari eitt stk.

100 g nautahakk 10 %
20 g ostur 26%
15 g smjör
Örlítið hvítlauksduft
Salt og pipar eftir smekk

Grillborgarasósa
Mæjónes 3 msk.
Tómatsósa 2 msk.
Saxaðar súrar gúrkur 1 msk.
Gult amerískt sinnep 1 msk.

Salt og pipar eftir smekk

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...