Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Skógardagur Norðurlands
Líf og starf 17. júlí 2014

Skógardagur Norðurlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrsti Skógardagur Norðurlands svar haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Að deginum stóðu Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar.

Boðið var upp á leiksýningu, gestir gátu fylgst með skógarhöggi og þá var sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru þar sem sýnd voru fræ nokkurra trjátegunda og trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar ásamt ýmsum öðrum plöntum.

Skógarvélasýning var einnig á dagskrá, en m.a. var sýnt hvernig timburvagn Skógræktarfélags Eyfirðinga er notaður til að flytja trjáboli úr skógi, eldiviðarvél sem bútar og klýfur eldiviðarefni, flettisög og stauravél.
Teflt var í skóginum og einnig var þar ratleikur.

Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu en einnig var hægt að vefja gerdeigi um grein og baka yfir eldi og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni.

Stefnt er að því að halda þennan viðburð aftur að ári. 

5 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f