Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.

Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar.

„Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“

Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar.

Skylt efni: Hengifoss

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...