Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Líf og starf 29. mars 2021

Selur vatnið út um allan heim

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Icelandic Glacial, vatnið í vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar í Ölfusi, er einstakt náttúrulegt lindarvatn. Það er tekið úr uppsprettu lindarvatns í Ölfusi sem á uppruna sinn fyrir meira en 5.000 árum og er varið fyrir mengun með hraunbreiðum, sem er náttúrulegur varnarveggur náttúrunnar.

Lindin framleiðir vatn sem er svo hreint að engu er bætt út í vatnið eða tekið úr því. Vatnið frá Icelandic Glacial er þess vegna einstakt því það inniheldur lítið af steinefnum og sýrustigið er 8,4pH af náttúrunnar hendi.

Í mestu mögulegu framleiðslu fyrirtækisins er tekið sem samsvarar 1% af heildarvatnsstraumi Ölfus bergvatnslindarinnar, sem annars rynni til sjávar. Icelandic Water Holdings, eigandi vörumerkisins Icelandic Glacial, og Coca-Cola European Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) skrifuðu nýlega undir áframhaldandi samstarfssamning um dreifingu vara „Icelandic Glacial“ hér á landi og nær samningurinn nú einnig yfir nýjar vörur „Icelandic Glacial“, sem verður dreift samhliða vörutegundum Coca-Cola á Íslandi.

„Icelandic Glacial er í miklum vexti á alþjóðavettvangi en heimamarkaðurinn er okkur ekki síður mikilvægur og erum við ánægð með áframhaldandi samstarf okkar við Coca-Cola á Íslandi. Það eru spennandi tímar fram undan en von er á nýjum vörum frá okkur á næstu mánuðum sem við hlökkum til að kynna,“ sagði Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial.

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar  í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju
Líf og starf 16. apríl 2021

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju

Stofnandi fyrirtækisins 1000 ára sveita­­þorps heitir Ár­sæll Markússon. Hann er...

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands...

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu ...

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar
Líf og starf 13. apríl 2021

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar

Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars s...

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins
Líf og starf 9. apríl 2021

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins

Þann 20. febrúar síðastliðinn fagnaði Reykjagarður 50 ára afmæli. Í dag er Reykj...

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær f...

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu
Líf og starf 7. apríl 2021

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu

Námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli, sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stó...

Nýting á mikilvægu hráefni  fyrir hringrásarhagkerfið
Líf og starf 6. apríl 2021

Nýting á mikilvægu hráefni fyrir hringrásarhagkerfið

Í Rangárvallasýslu, á Strönd í Rangárþingi ytra, stendur nú yfir tilraunaverkefn...