Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Líf og starf 29. mars 2021

Selur vatnið út um allan heim

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Icelandic Glacial, vatnið í vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar í Ölfusi, er einstakt náttúrulegt lindarvatn. Það er tekið úr uppsprettu lindarvatns í Ölfusi sem á uppruna sinn fyrir meira en 5.000 árum og er varið fyrir mengun með hraunbreiðum, sem er náttúrulegur varnarveggur náttúrunnar.

Lindin framleiðir vatn sem er svo hreint að engu er bætt út í vatnið eða tekið úr því. Vatnið frá Icelandic Glacial er þess vegna einstakt því það inniheldur lítið af steinefnum og sýrustigið er 8,4pH af náttúrunnar hendi.

Í mestu mögulegu framleiðslu fyrirtækisins er tekið sem samsvarar 1% af heildarvatnsstraumi Ölfus bergvatnslindarinnar, sem annars rynni til sjávar. Icelandic Water Holdings, eigandi vörumerkisins Icelandic Glacial, og Coca-Cola European Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) skrifuðu nýlega undir áframhaldandi samstarfssamning um dreifingu vara „Icelandic Glacial“ hér á landi og nær samningurinn nú einnig yfir nýjar vörur „Icelandic Glacial“, sem verður dreift samhliða vörutegundum Coca-Cola á Íslandi.

„Icelandic Glacial er í miklum vexti á alþjóðavettvangi en heimamarkaðurinn er okkur ekki síður mikilvægur og erum við ánægð með áframhaldandi samstarf okkar við Coca-Cola á Íslandi. Það eru spennandi tímar fram undan en von er á nýjum vörum frá okkur á næstu mánuðum sem við hlökkum til að kynna,“ sagði Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial.

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....