Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seldist upp á fyrsta ári
Líf og starf 3. ágúst 2023

Seldist upp á fyrsta ári

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jökla rjómalíkjör kom á markað fyrir tveimur árum og hafa viðbrögð neytenda verið framar vonum að sögn Péturs Péturssonar, stofnanda Jöklavin.

Jökla rjómalíkjör er að megninu til framleitt úr ferskri íslenskri mjólk. Pétur segist stefna á að hún verði blönduð saman við mysualkóhól en slík vinnsla er í þróun á Sauðárkróki.

„Fyrsta árið var algjör sprengja og var hann uppseldur á smátíma. Einnig hafa bændur sagt vöruna skemmtilega viðbót í mjólkurframleiðsluna og hafa gaman af að bjóða upp á Jöklu með kaffinu.“ Hann segir að hótel- og veitingageirinn sé að taka við sér, Jökla er því á boðstólum víða um land. Bæði framleiðsla og sala hefur því aukist jafnt og þétt. Framleiðslan hefur fengið styrk frá Matvælasjóði og var sá stuðningur nýttur í gerð heimasíðu og uppskriftarbæklings auk markaðstengdra athafna á borð við landbúnaðarsýninguna í Laugardal árið 2022. Pétur segir að slíkt kynningarstarf skili sér beint í aukinni sölu. Á döfinni er ný bragðtegund Jöklu. „Nokkrar fyrirspurnir hafa komið beint til okkar erlendis frá og einnig í gegnum sendiráð Íslands um sölu á vörunni erlendis og ég vonast til að Jöklu verði að finna í hillum verslana á erlendri grundu innan skamms. Pétur hefur verið hluti af Samtökum smáframleiðenda frá stofnun. „Litlir framleiðendur verða stórir í slíkum félagsskap því saman myndum við stóra einingu sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Við fáum góða afslætti innan framleiðslunnar og við dreifingu, einnig fræðslu og svo eru haldnir viðburðir þar sem við fáum tækifæri til að koma vörunum okkar á framfæri.“

Skylt efni: Jökla

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...