Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sandlóa.
Sandlóa.
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðlóuna, ættu allir að þekkja. Sandlóa er fremur lítil og er með minnstu vaðfuglum sem finnast hérna. Ólíkt öðrum vaðfuglum þá er hún með fremur stutt nef og stutta fætur. Hún sækir líka meira í þurrlendi en aðrir vaðfuglar. Sandlóur eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og sjást gjarnan nokkrar saman. En þegar að varpinu kemur þá helga þær sér óðul og verpa pörin stök. Hún verpir víða um land allt, algengust við sjóinn en finnst einnig á melum og áreyrum inn til landsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá heldur hún sig einkum á sendnu landi. Hreiðrið er fremur fábrotið, jafnvel bara smá dæld í sandi eða möl. Sandlóa er að öllu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á Bretlandseyjum, í Vestur- og Suðvestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...