Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Líf og starf 13. mars 2017

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum

Árshátíð og aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 25. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt bæði á aðalfund og árshátíð þrátt fyrir að vont veður hafi aðeins látið á sér kræla. 
 
Á aðalfundi voru fjörugar umræður að venju og ályktanir samþykktar um fræðslustarf samtakanna, áhyggjur af fækkun kúabúa, hvernig reglugerðir snúa að nýliðum í landbúnaði auk margra annarra ályktana. Samþykkt var að halda aðalfund og árshátíð að ári á félagssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi.
 
Engar breytingar urðu á stjórn samtakanna að þessu sinni en í stjórn sitja nú Einar Freyr Elínarson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Rúnarsson og Jón Elvar Gunnarsson. 
 
Félag ungra bænda á Austurlandi stóð fyrir glæsilegri árshátíð samtakanna á Hótel Valaskjálf að kvöldi 25. febrúar. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Bogi Sveinsson sem skemmti viðstöddum fram eftir kvöldi. 
Stjórn Samtaka ungra bænda þakkar öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst Félagi ungra bænda á Austurlandi fyrir góðar móttökur! 
 
 
Ungir bændur skemmtu sér vel á árshátíð eftir vel heppnaðan aðalfund í Valaskjálf á Egilsstöðum. 
 
Ungbændur skemmtu sér vel yfir óborganlegri speki sem hraut af vörum Stefáns Boga Sveinssonar, en hann var veislustjóri á árshátíðinni. 
Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.