Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Birki í Borgarfirði.
Birki í Borgarfirði.
Mynd / Myndasafn
Líf og starf 14. september 2022

Sameinuð stefna fyrir landgræðslu og skógrækt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þegar nýtt matvælaráðuneyti varð til í byrjun febrúar á þessu ári færðust Landgræðslan og Skógræktin þangað yfir, úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Í lok ágúst gaf Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, Land og líf, auk aðgerðaráætlunar.

Ljóst má vera, að vilji er innan stjórnkerfisins til að þessar tvær ríkisstofnanir muni vinna náið saman í nánustu framtíð – en fram til þessa hefur samstarf þeirra verið lítið. Í vor kynnti ráðuneytið til að mynda hugmyndir um forathugun á sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Byggir á lögum frá 2019

Hin sameiginlega stefna er unnin samkvæmt lögum um landgræðslu, skóga og skógrækt frá 2019. Hún felur í sér stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt; framtíðarsýn, gildi og áherslur í málaflokknum til ársins 2031 og endurspeglast að verulegu leyti í þeim lögum sem gilda um málaflokkinn. Stefnan tekur mið af þróun mála á alþjóðlegum vettvangi og skuldbindingum Íslands í samstarfi við aðrar þjóðir, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra stofnana.

„Verkefnisstjórnir voru skipaðar í júní 2019 og höfðu það hlutverk að móta tillögur að landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt. Verkefnisstjórnirnar tvær unnu að sínum tillögum og kynntu þær í opnu samráði á vormánuðum 2021. Í kjölfarið skiluðu þær tillögum sínum til ráðuneytisins, ásamt umhverfismati og samantekt á helstu athugasemdum.
Áherslur matvælaráðherra snúa að vernd, viðgangi og heilleika vistkerfa á grunni vistkerfisnálgunar. Einnig eflingu náttúrumiðaðra lausna í loftslagsmálum sem samræmast alþjóðlegum skuldbindingum, stuðla að sjálfbærri landnýtingu, efla þekkingu, samstarf og lýðheilsu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land,“ segir í umfjöllun matvælaráðuneytisins um hina nýju stefnu.

Val á landi til skógræktar

Aðgerðaráætlun í landgræðslu og skógrækt nær til ársins 2026 og mun því móta forgangsröðun í aðgerðum stjórnvalda til næstu ára. Meðal skilgreindra aðgerða eru rannsóknir á áhrifum landgræðslu, skógræktar og endurheimtar votlendis á lífríki, gerð nýrra gæðaviðmiða við val á landi til skógræktar og mat á kolefnisjöfnuði fyrir losunarbókhald í loftslagsmálum.

Beinar aðgerðir snúa einkum að endurheimt vistkerfa á röskuðu landi, endurheimt votlendis, endurheimt náttúruskóga og skógrækt.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...