Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Í dag er saltfiskur sem er verkaður hér á landi að mestu fluttur til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals, hann útvatnaður þar og seldur sem tilbúin neysluvara. Með því að útvatna verkaðan fisk eftir söltun og senda tilbúna neysluvöru úr landi, er möguleiki á að bæta afkomu íslenskra saltfisksframleiðenda, auka heildarnýtingu í framleiðslu, og um leið að koma til móts við kröfur markaðarins.

Verkefnið er samstarfsverk­efni milli Matís, Háskóla Íslands, Þorbjarnar, Vísis og Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­eyjum. Áætlað er að verkefninu „Saltfiskur til framtíðar“ ljúki í árslok 2022. Við lok verkefnisins verða birtar skýrslur og/eða vísindagreinar um niðurstöður geymsluþolsrannsókna og áhrif söltunaraðferða og samsetningar vatns á útvötnun saltfisks, sem og nýtingu hraðvirkra mæliaðferða.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...