Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Saga Þorsteins Björnssonar
Líf og starf 21. október 2025

Saga Þorsteins Björnssonar

Höfundur: Þröstur Helgason

Bóhem úr Bæjarsveit er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er þriðja í ritröð sem nefnd er „Sagnaþættir úr Borgarfirði“.

Í henni er tekin saman saga eftirtektarverðs einstaklings úr samfélagi Borgarfjarðar og Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar. Þorsteinn Björnsson, guðfræðingur, skáld og rithöfundur, kenndi sig ávallt við fæðingarstað sinn, Bæ í Borgarfirði. Hann var ákaflega sérstæður maður sem margar sögur eru til af.

Þorsteinn var sérstakur í háttum og kaus að lifa ekki hefðbundnu borgaralífi heldur fremur sem bóhem. Hann átti lengi heimili í Bæ en taldi fyrir neðan virðingu sína að vinna hefðbundin sveitastörf. Hann bjó einnig í Reykjavík við misjafnan kost, í áratug í Kanada og Bandaríkjunum og í nokkur ár í Þýskalandi en þangað hafði hann verið kostaður af vinum til að leita að auðugri stríðsekkju til að sjá fyrir honum. Síðustu árin var hann mikið á flakki á milli frændfólks og vina í Borgarfirði. Hann lést á bæ einum og spunnust af andlátinu ýmsar sögur, eins og af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur í lifanda lífi.

Bókin er í kiljuformi, 256 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda, meðal annars sögulegra. Við sögu koma 329 menn og konur.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.