Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Ágúst, stjórnarmaður í Sæunnarsundi, leggur ætíð gjörva hönd á undirbúning og öryggisgæslu og leiðir hann hér þaulvanar Sæunnarsundskonur, Magneu Hilmarsdóttur og Ernu Héðinsdóttur í öruggt skjól eftir sundið yfir fjörðinn.
Jón Ágúst, stjórnarmaður í Sæunnarsundi, leggur ætíð gjörva hönd á undirbúning og öryggisgæslu og leiðir hann hér þaulvanar Sæunnarsundskonur, Magneu Hilmarsdóttur og Ernu Héðinsdóttur í öruggt skjól eftir sundið yfir fjörðinn.
Mynd / bs
Líf og starf 20. ágúst 2024

Sæunn setur öryggið á oddinn

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Hefð er fyrir því að synt sé til heiðurs afrekskúnni Sæunni yfir Önundarfjörð í ágúst og árið 2024 er engin undantekning.

Um sundið og Sæunni er ítarlega fjallað í 16. tölublaði Bændablaðsins í fyrra og afrek hennar er þekkt. Í stuttu máli stóð til að slátra kúnni Hörpu í sláturhúsinu á Flateyri í október 1987, það þóttu henni vond tíðindi og óásættanleg, hún lék því á alla, sleit sig lausa og synti sér til lífs þvert yfir Önundarfjörð. Þar var hún tekin í fjós á Kirkjubóli í Valþjófsdal og gegndi hún nafninu Sæunn upp frá því.

Núna verður synt í klauffar hennar þann 31. ágúst og í anda Sæunnar verður fyllsta öryggis gætt og til þess að svo megi verða þarf að leita til björgunarsveita og kajakræðara á svæðinu til að fylgja afreksfólkinu yfir fjörðinn, um það bil 2,5 km og stundum í ólgusjó.

Ívar Kristjánsson, öryggisstjóri og stjórnarmaður í Sæunnarsundi, mundar hér sjónaukann og hefur vökult auga á öryggisgæslu sundsins. Honum á vinstri hönd er Bernharður Guðmundsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, sonur Sigríðar og Guðmundar Steinars, sem tóku á móti Sæunni í fjörunni í Valþjófsdal um árið. Bernharður er eins og Ívar í stjórn Sæunnarsunds og forsprakki þessa árlega viðburðar.

Ef skip Landhelgisgæslunnar er á svæðinu renna þau inn fjörðinn og eru til taks ef á þarf að halda.

Guðmundur Skúli Þorgeirsson fær hér stuðning og aðhlynningu eftir sundafrekið hjá björgunarsveitarstúlkunni Sæunni Líf Christophsdóttur en Guðmundur Skúli hefur synt tvisvar í klauffar Sæunnar og farið létt með.

Hólmfríður Bóasdóttir, hótelstóri í Holt Inn, er stolt þegar hún kemur í land, Hrönn ásamt bræðrunum Jóhanni og Jóni Ágústi taka á móti henni en sjóriða hrjáir sundmenn yfirleitt þegar stigið er upp úr sjónum.

Skylt efni: Sæunnarsund

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...