Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rauðbyrstingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. október 2023

Rauðbyrstingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rauðbrystingur er enn einn fuglinn sem verpir ekki á Íslandi en stoppar hér engu að síður í nokkurn tíma á ferð sinni milli vetrar- og varpstöðva. Slíkir fuglar kallast gjarnan fargestir eða umferðarfuglar. Þessi meðalstóri vaðfugl er með varpstöðvar á Grænlandi og íshafseyjum Kanada. Vetrarstöðvarnar eru hins vegar í Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku. Þetta er þó nokkurt ferðalag og er Ísland mikilvægt stopp á leiðinni eins og er algengt meðal þeirra fargesta sem koma hér við á ferð sinni milli varp- og vetrarstöðva. Rauðbrystingur sækir í leirur og þangfjörur þar sem hann leitar að skordýrum, skeldýrum og krabbadýrum. Endrum og sinnum sjást þeir líka inn til landsins. Þeir eru ákaflega félagslyndir og sjást oft í gríðarstórum hópum sem geta skipt þúsundum.

Skylt efni: fuglinn | rauðbyrstingur

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.