Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfisviðurkenningu Fjallabyggðar 2023, sem var veitt nýlega í fyrsta skipti.

Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning og áminning til íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að huga vel að umhverfinu og umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt.

„Ragnar og Lísa hafa lyft sannkölluðu grettistaki varðandi hreinsun á rusli í Héðinsfirði og fá þau viðurkenninguna m.a. vegna þess,“ segir Sigríður Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í greinargerð með viðurkenningunni segir meðal annars; „Þau Ragnar og Lísa hafa svo sannarlega sýnt frumkvæði með aðgerðum sem koma umhverfinu til góða og er með viðurkenningunni þakkað fyrir einstakt framtak, fórnfýsi og elju í þágu samfélagsins og náttúrunnar.“

Umhverfisviðurkenningin sjálf var í formi hrafns eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur listamann, en Aðalheiður var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...