Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Líf og starf 5. ágúst 2021

Raggagarði færð vegleg gjöf

Höfundur: ehg-va

Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason.

Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri.

„Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs.

Skylt efni: Raggagarður

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...