Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dinu Cristian, ræðismaður Íslands í Moldavíu, Ágúst Andrésson, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini.
Dinu Cristian, ræðismaður Íslands í Moldavíu, Ágúst Andrésson, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 2. febrúar 2023

Ræðismaður skipaður í Moldavíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu. Landið, sem í dag er Moldavía, hefur í gegnum tíðina tilheyrt Rúmeníu, Póllandi, rússneska keisaradæminu, Sovétríkjunum en frá hruni þeirra hefur landið verið sjálfstætt.

Snemma á síðasta ári afhenti Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, forseta Moldavíu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í landinu og er það í fyrsta skipti í15ársemþaðergert.Þann1. desember sl. var formlega opnuð ræðismannsskrifstofa, fyrsta ræðismanns Íslands í Moldavíu. Með sendiherra í för voru Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands, og Ágúst Andrésson, sem fulltrúi úr íslensku viðskiptalífi.

Moldavía er með skráðan íbúafjölda upp á um 3,5 milljónir en um ein milljón þeirra eru farandverkamenn sem vinna í öðrum löndum og nema heimgreiðslur þeirra um fimmtungi af þjóðarframleiðslu landsins.

Ræðismannsskrifstofa í Kisínev

Ræðismaðurinn heitir Dinu Cristian og er með skrifstofu í Kisínev, höfuðborg landsins. Hann er fæddur 1990, kvæntur og á tvö börn. Cristian er menntaður í viðskiptum og stjórnunarfræðum og starfar sem sölustjóri Radacini, eins af stærstu vínframleiðendum Moldavíu.

Ágúst segir landið áhugavert og bjóða upp á ýmis viðskiptasambönd fyrir Íslendinga. „Í ræðu sinni við opnunina benti Árni á að samskipti Íslands og Moldavíu væru smám saman að aukast. Hann minnti á að utanríkis- ráðherrar landanna hafi átt fund í Póllandi fyrir skömmu og að forsetar landanna hefðu hist í nóvember á síðasta ári. Auk þess sem forsætisráðherra Íslands og forseti Moldavíu hafi hist í Prag í október síðastliðinn.“

Moldavía er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum. Þar má finna stærsta vínkjallara heims, um 200 km langan, sem inniheldur um tvær milljónir flaskna.

Mikið mætt á Moldavíu

„Það hefur mikið mætt á Moldavíu vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu og íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að veita landinu stuðning með fjárframlögum. Það að skipa ræðismann fyrir Ísland í Moldavíu er eitt skrefið í að efla tengsl þjóðanna.

Síðan átökin brutust út í Úkraínu hafa ríflega 600.000 flóttamenn flúið þaðan en flestir þeirra hafa ýmist haldið áfram til annarra landa í Evrópu eða snúið heim aftur. Engu að síður eru yfir 80.000 flóttamenn frá Úkraínu enn í Moldavíu.“

Ágúst segir að Moldavía sé lítið land, eða um 1/3 af flatarmáli Íslands. „Landið er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum og þar er stærsti vínkjallari heims, sem er um 200 kílómetra langur og telur um tvær milljónir flaskna.“

Efla tengsl milli Íslands og Moldavíu

Í tengslum við opnun ræðis- mannsskrifstofunnar átti Árni Þór Sigurðsson sendiherra og íslenska sendinefndin fundi með fulltrúum stjórnvalda, þjóðþingsins, viðskiptalífs og rannsókna- og vísindasamfélags. Meðal annars átti sendiherrann fund með Veaceslav Dobîndă varautanríkisráðherra þar sem rætt var um samskipti ríkjanna, bæði á pólitísku sviði og eins að því er varðar viðskipti og menningarsamskipti.

Ágúst segir að farið hafi verið yfir stöðuna í viðræðum um fríverslunarsamning EFTA og Moldavíu, samstarf á sviði flugmála, málefni flóttafólks og áhrif stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu á moldavískt samfélag.

„Sendiherrann heimsótti þingið og átti fundi með Igor Grosu, forseta þess, og Ion Groza, varaformanni utanríkismálanefndar og formanni sendinefndar Moldavíu á Evrópuráðsþinginu. Auk þess fundaði sendiherra með Constantin Borosan varaorkumálaráðherra og fulltrúum úr orkugeiranum um samstarf á sviði jarðhitamála og Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, gerði grein fyrir þekkingu og möguleikum Íslands í því sambandi. Einnig var efnahagsráðuneytið heimsótt þar sem sérstaklega var rætt um starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, Rannsóknamiðstöð Moldavíu, fyrirtæki í landbúnaði og fyrirtæki í annars konar starfsemi. Nýskipaður ræðismaður, Dinu Cristian, tók þátt í allri dagskrá
sendiherrans.“

Sendinefnd væntanleg til Íslands

Ágúst segir að stefnt sé að móttöku viðskiptasendinefndar frá Moldavíu til Íslands í vor. „Í heimsókn okkar til landsins kom fram að þeir hefðu mikinn áhuga á kynna sér hvað Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða. Ekki síst hvað varðar þekkingu á jarðhita og orkumálum.“

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...