Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Paprikur, nammi namm.
Paprikur, nammi namm.
Líf og starf 11. júní 2020

Paprikuplantan sem bætti sig

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elín Árnadóttir var í leikskóladeild Krikaskóla þegar hún kom heim með paprikuplöntu fyrir þremur árum. Krakkarnir í hennar hreiðri gróðursettu fræ innan úr papriku í mold og var paprikuplantan sennilega orðin um tíu sentímetrar á hæð þegar þau tóku hana heim.

Elín var í fyrstu mjög svartsýn um plöntuna sína enda sagðist hún hafa verið síðasti nemandinn að velja sér plöntu og fengið þá minnstu. „Ég hafði ekki mikla trú á plöntunni en mamma hughreysti mig og sagði mér að tala við hana og hvetja hana til að vaxa sem mér fannst reyndar mjög furðulegt en gerði það samt,“ segir Elín.

Plantan er núna búin að gefa svo margar paprikur að Elín hefur misst töluna á þeim.

Leitað upplýsinga

Sigurveig Magnúsardóttir, móðir Elínar, segir að þrátt fyrir það hafi trú dótturinnar á plöntunni ekki aukist og var hún viss um að það væri eina plantan úr leikskólanum sem ekki myndi bera aldin. „Elín var reyndar fremur döpur yfir þessu og taldi að foreldrarnir stæðu sig ekki nógu vel í að aðstoða hana. Næsta skref var því að leita til garðyrkjufræðings og fá upplýsingar um ræktunina. Okkur var bent á að setja plöntuna í stærri pott og gefa henni áburð. Einnig fengum við ráðleggingar um frjóvgun plöntunnar með eyrnapinna, þ.e.a.s. að færa frjó á milli blómanna og gæta þess  að það væri alltaf vatn í disknum undir blómapottinum. Í kjölfarið fóru hlutirnir að gerast og höfðum við varla undan að vökva blessaða plöntuna. Stundum þarf að vökva tvisvar sama daginn þar sem hún er mjög þyrst.“


Greinarnar svignuðu

„Fljótlega fór plantan að mynda paprikur sem voru svo stórar að greinarnar svignuðu undan þeim, enda var plantan ekki mikill bógur til að byrja með. Þá var farið á stúfana og keyptir pinnar til að styðja við greinarnar og nokkrar bundnar saman með snæri.

 

Plantan er núna búin að gefa okkur svo margar paprikur að við höfum misst töluna á þeim. Þær hafa allar verið mjög safaríkar en misstórar og enn eru að koma paprikur á plöntuna, þriðja árið í röð.“

Elín segist vera mjög ánægð með afraksturinn og framlag foreldranna við að rækta upp plöntuna. Það má segja að nú hafi hún fulla trú á þeim við grænmetisræktunina.

Paprikuplantan hefur gefið af sér í þrjú ár.

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...