Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í opna Íslandsmótinu í skák á Akureyri árið 2019.

Á mótinu tefldu nokkrir erlendir skákmenn, bæði stórmeistarar og keppendur af öllum styrkleikum. Tómas hafði svart gegn Þjóðverja nokkrum að nafni Ansgar Barthel sem þá var nokkuð stigahærri en Tómas, en það kom ekki að sök.

Íslandsmót skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Reykjavík helgina 4.–6. október. Skákfélög af öllu landinu taka þátt í mótinu sem er með deildarskiptu fyrirkomulagi, ekki ósvipað og tíðkast í boltaíþróttum.

Sterkustu liðin eru í Úrvalsdeild og svo eru 4 aðrar deildir. Alls tóku þátt um 450 skákmenn þátt í mótinu á öllum aldri og er þetta einn af hápunktunum í íslensku skákstarfi. Fjallað verður um það mót í næsta skákpistli.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 33.....Df5 skák...og hvítur gafst upp. Það er sama hvert hvíti kóngurinn fer. Ef hann fer á h2 kemur skák með riddara á f3 og drottning hvíts fellur í næsta leik. Ef hann fer á g3 eða g2 kemur skák frá hrók á g1. Hvítur getur vissulega drepið hrókinn með drottningu en þá fellur hún í staðinn og eftirleikurinn verður auðveldur fyrir svartan enda þá með drottningu og riddara gegn hrók.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...