Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Líf og starf 3. apríl 2014

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnuð fyrir ferðamönnum

Orgelsmiðjan á Stokkseyri hefur opnað verkstæðið fyrir gestum og gangandi. Þar verður gestum boðið upp á að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði og sögu tónlistar á suðurströndinni. Sýningin verður opin framvegis virka daga kl. 10.00–18.00 og eftir samkomulagi um helgar.
 
Í Orgelsmiðjunni er hægt að fá svör við fjölmörgum spurningum er varðar orgel og orgelsmíði. Þar getur fókk til dæmis fræðst um hversu margar pípur geta verið í pípuorgeli. Hve langan tíma það tekur að smíða eitt orgel og hvað orðið vindhlaða þýðir. Einnig hvaða munur er á orgeli og harmóníum. Þarna er líka hægt að hitta Björgvin Tómasson orgelsmið og fylgjast með störfum hans. Fræðslusýningin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Stefnt er einnig að því að vera reglulega með tónleikahald á staðnum. Aðgangseyrir er 750 krónur fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, og 500 krónur fyrir börn 10 til 15 ára. 
 
Orgelsmiðjan er til húsa að Hafnargötu 9, sjávarmegin, á Stokkseyri. Sími 861–1730, www.orgel.is, orgel@simnet.is

5 myndir:

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...