Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Mynd / ghp
Líf og starf 9. nóvember 2022

Opinberum störfum á landsbyggðinni fjölgar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm opinber sérfræðistörf, þar af eitt stjórnunarstarf, á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verða flutt til Akureyrar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Framvegis verða því 21 stöðugildi á starfsstöð HMS á Akureyri en breytingarnar eru hluti af endurskipulagningu eftir að verkefni tengd fasteignaskrá voru færð til HMS í fyrra.

Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra að hann hafi beitt sér fyrir því að fólk eigi kost á að vinna fjölbreytt opinber störf um allt land með því að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni, flytja sérhæfð störf eða efla tækifæri til að vinna störf án staðsetningar.

Hermann Jónasson, forstjóri HMS, segir í tilkynningunni að nýtt starfsteymi á Akuryeri muni fara með ábyrgð og framkvæmd skráningar fasteigna á öllu landinu, sjá um brunabótamat og endurskoða framkvæmd þess. „Samhliða ætlum við að hefja átaksverkefni við afmörkun eigna í landeignaskrá og birta í stafrænni kortasjá HMS. Við stefnum fljótlega að því að opna vefsjá landeigna þar sem afmörkun og þinglýst eignarhald lands verður gert aðgengilegt öllum án gjaldtöku,“ er haft eftir Hermanni.

HMS er með starfsstöðvar á Akureyri, í Borgarnesi, á Sauðárkróki og í Reykjavík en stofnunin er í nánu samstarfi við sveitarfélög um allt land.

Skylt efni: opinber störf

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...