Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Mynd / ghp
Líf og starf 9. nóvember 2022

Opinberum störfum á landsbyggðinni fjölgar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm opinber sérfræðistörf, þar af eitt stjórnunarstarf, á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verða flutt til Akureyrar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Framvegis verða því 21 stöðugildi á starfsstöð HMS á Akureyri en breytingarnar eru hluti af endurskipulagningu eftir að verkefni tengd fasteignaskrá voru færð til HMS í fyrra.

Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra að hann hafi beitt sér fyrir því að fólk eigi kost á að vinna fjölbreytt opinber störf um allt land með því að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni, flytja sérhæfð störf eða efla tækifæri til að vinna störf án staðsetningar.

Hermann Jónasson, forstjóri HMS, segir í tilkynningunni að nýtt starfsteymi á Akuryeri muni fara með ábyrgð og framkvæmd skráningar fasteigna á öllu landinu, sjá um brunabótamat og endurskoða framkvæmd þess. „Samhliða ætlum við að hefja átaksverkefni við afmörkun eigna í landeignaskrá og birta í stafrænni kortasjá HMS. Við stefnum fljótlega að því að opna vefsjá landeigna þar sem afmörkun og þinglýst eignarhald lands verður gert aðgengilegt öllum án gjaldtöku,“ er haft eftir Hermanni.

HMS er með starfsstöðvar á Akureyri, í Borgarnesi, á Sauðárkróki og í Reykjavík en stofnunin er í nánu samstarfi við sveitarfélög um allt land.

Skylt efni: opinber störf

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...