Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir.
Líf og starf 16. mars 2018

Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars. 
 
Þar ætla þau að kynna nýju smáspunaverksmiðjuna sína, allir eru velkomnir. Í Uppspuna er verið að framleiða band, æfa ýmsar útfærslur, prófa sig áfram, læra nýja hluti og þróa vörur. „Æfingarnar hafa skilað það góðu að við erum komin með fjórar tegundir af garni í sölu. Við höfum líka komist að því að hægt er að vinna 100% hreina ull í vélunum og garnið er heldur mýkra en hingað til hefur þekkst. 
 
Í samstæðunni er vél sem skilur að tog og þel og gefur það marga nýja möguleika. Markmið okkar er að vinna með sauðalitina eins og þeir koma af kindinni og eykur það fjölbreytnina, því mjög margir litir leynast í íslenska fjárstofninum,“ segir Hulda, sem hvetur fólk til að koma og sjá vélarnar og sjá hvað þær geta gert en þær voru keyptar  í Kanada hjá fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ullarvinnsluvélar fyrir lítil fyrirtæki og kalla þær „Mini Mill“. 
Huldufreyjur Dalrúnar
Líf og starf 30. september 2022

Huldufreyjur Dalrúnar

Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir útskrifaðist með doktorspr...

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum
Líf og starf 29. september 2022

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum

Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi i...

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi
Líf og starf 28. september 2022

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi

Þessa dagana eru merk tímamót í orkuskiptum hjá bændum að eiga sér stað í ...

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðal...

Land Rover með leikaraferil
Líf og starf 28. september 2022

Land Rover með leikaraferil

Á Hvammi í Hvítársíðu er Land Rover jeppi sem hefur öðlast frægð á síðus...

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið
Líf og starf 27. september 2022

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið

Ungviðið leikur við hvern sinn fingur yfir sumartímann enda svo margt skemmtile...

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum
Líf og starf 27. september 2022

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum

Skafti Vignisson og Lisa Inga Hälterlein tóku um síðustu áramót við búinu ...

Ómar Ragnarsson heiðraður
Líf og starf 27. september 2022

Ómar Ragnarsson heiðraður

Ómar Ragnarsson umhverfisverndarsinni hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigri...