Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óðinshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana sem verpa á Íslandi. Óðinshani sést oftast á sundi, hann liggur fremur hátt á vatninu og er mjög kvikur. Hann spólar og hringsnýst á vatninu og rótar þannig upp fæðu. Hann dýfir gogginum síðan ótt og títt ofan í vatnið til að tína upp rykmý, brunnklukkur og smákrabbadýr. Óðinshanar eru að öllu leyti farfuglar og koma iðulega seinastir af farfuglum og hafa því skamma viðdvöl á Íslandi. Óðinshanar fara að tínast til landsins seinni hlutann í maí og síðan eru þeir að mestu farnir í lok ágúst. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan menn fundu út hvar íslenskir óðinshanar dvelja á veturna. Það var 2015 sem tókst að endurheimta óðinshana sem hafði verið merktur með litlum dægurrita. Þá kom í ljós að íslenskir óðinshanar leggja á sig meiri háttar ferðalag. Þessi litli fugl, sem vegur aðeins 40 grömm, hafði ferðast um austurströnd Norður-Ameríku, yfir Karíbahafið, yfir Mið-Ameríku og síðan yfir í Kyrrahafið þar sem hann dvaldi úti fyrir Perú. Þar er mikla fæðu að finna en þetta er langt ferðalag fyrir þennan litla fugl sem kemur til Íslands til þess eins að koma upp ungum og fara strax aftur.

Skylt efni: fuglinn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...