Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óðinshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana sem verpa á Íslandi. Óðinshani sést oftast á sundi, hann liggur fremur hátt á vatninu og er mjög kvikur. Hann spólar og hringsnýst á vatninu og rótar þannig upp fæðu. Hann dýfir gogginum síðan ótt og títt ofan í vatnið til að tína upp rykmý, brunnklukkur og smákrabbadýr. Óðinshanar eru að öllu leyti farfuglar og koma iðulega seinastir af farfuglum og hafa því skamma viðdvöl á Íslandi. Óðinshanar fara að tínast til landsins seinni hlutann í maí og síðan eru þeir að mestu farnir í lok ágúst. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan menn fundu út hvar íslenskir óðinshanar dvelja á veturna. Það var 2015 sem tókst að endurheimta óðinshana sem hafði verið merktur með litlum dægurrita. Þá kom í ljós að íslenskir óðinshanar leggja á sig meiri háttar ferðalag. Þessi litli fugl, sem vegur aðeins 40 grömm, hafði ferðast um austurströnd Norður-Ameríku, yfir Karíbahafið, yfir Mið-Ameríku og síðan yfir í Kyrrahafið þar sem hann dvaldi úti fyrir Perú. Þar er mikla fæðu að finna en þetta er langt ferðalag fyrir þennan litla fugl sem kemur til Íslands til þess eins að koma upp ungum og fara strax aftur.

Skylt efni: fuglinn

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...