Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýja fjósið í Hólabæ í Langadal, sem stendur við þjóðveg 1 og er allt hið glæsilegasta.
Nýja fjósið í Hólabæ í Langadal, sem stendur við þjóðveg 1 og er allt hið glæsilegasta.
Líf og starf 13. desember 2024

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenni mætti í opið fjós á bænum Hólabæ í Langadal laugardaginn 23. nóvember.

Á Hólabæ búa Auður Ingimundardóttir og Rúnar Aðalbjörn Pétursson, sem er uppalinn í Hólabæ, ásamt börnum sínum, Pétri Inga, sex ára og Lilju Björgu, tveggja ára.

Á bænum er rekið blandað bú með kýr og kindur en árskýrnar eru 38 og kindurnar um 400 talsins. Hólabær stendur við þjóðveg 1 í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Jörðin er um 2.300 hektarar. Nýja fjósið er 780 fermetrar að stærð með 56 legubásum.

„Við erum mjög ánægð að hafa tekið slaginn  og farið í þetta stóra verkefni og erum stolt af því  hvernig hefur tekist til og hlökkum mikið til að flytja kýrnar inn í fjósið. Svona verkefni er þó erfitt  að ráðast í nema að hafa gott fólk í kringum sig og erum við einstaklega rík af frábæru fólki í kringum okkur sem hefur veitt okkur ómetanlegan stuðning og aðstoð í þessu öllu saman og erum við þeim óendanlega þakklát.“

Auður segir að þau Rúnar ætli sér að auka  mjólkurframleiðsluna á næstu árum ásamt því að  halda áfram í sauðfjárrækt. Markmiðið sé alltaf að gera betur í dag en í gær. „Að vera kúabóndi í dag og bara bóndi almennt er krefjandi og koma stöðugt nýjar og krefjandi áskoranir. . Við reynum þó að horfa  björtum augum á framtíðina og vonum að ráðamenn  geti tryggt bændum öruggt starfsumhverfi til að við getum tryggt Íslendingum innlend matvæli,“ segir Auður.

Auður er fædd og uppalin á Selfossi en flutti norður vorið 2017 eftir útskrift úr búvísindum á Hvanneyri. Auk þess að sinna búinu starfar Auður  einnig sem ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fjölskyldan í Hólabæ. Lilja Björg Rúnarsdóttir, Auður Ingimundardóttir, Pétur Ingi Rúnarsson og Rúnar Aðalbjörn Pétursson.

Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Brynjar Óli Brynjólfsson á Brandsstöðum og Páll Þórðarson á Sauðanesi dáðust að kraftinum í ungu hjónunum í Hólabæ.

Spekingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson, starfsmaður Líflands, og Brynjólfur Friðriksson á Brandsstöðum virða nýja fjósið fyrir sér.

Pétur Pétursson og Þorbjörg Bjarnadóttir, fyrrum ábúendur í Hólabæ, með Sigþrúði Friðriksdóttur, Bergsstöðum, á milli sín.

Ásgerður Pálsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Sigurður Örn Ágústsson frá bænum Geitaskarði.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...