Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlands á Seyðisfirði.

Celia hefur verið með aðsetur á Seyðisfirði frá árinu 2015 en hún er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún rannsakaði samfélagslega þróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskorana.

Celia er líka einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ ásamt því að koma að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Hún gegndi jafnframt starfi meðstjórnanda LungA skólans um nokkurra ára skeið.

„Ég stefni að því að taka til greina víðtæk innlend og alþjóðleg sjónarhorn og styrkja raddir listamanna, sem tilheyra minnihlutahópum og á sama tíma tryggja tengingu Skaftfells við sérstöðu svæðisins og Austurlands. Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands.

Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleifð og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma,“ segir Celia.

Sýningin, sem stendur nú yfir í Skaftafelli ber titilinn „Heiðin“ og er hluti af nýrri dagskrá Skaftfells og er sú fyrsta í nýrri sýningaröð, sem Celia hefur skipulagt.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...