Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlands á Seyðisfirði.

Celia hefur verið með aðsetur á Seyðisfirði frá árinu 2015 en hún er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún rannsakaði samfélagslega þróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskorana.

Celia er líka einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ ásamt því að koma að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Hún gegndi jafnframt starfi meðstjórnanda LungA skólans um nokkurra ára skeið.

„Ég stefni að því að taka til greina víðtæk innlend og alþjóðleg sjónarhorn og styrkja raddir listamanna, sem tilheyra minnihlutahópum og á sama tíma tryggja tengingu Skaftfells við sérstöðu svæðisins og Austurlands. Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands.

Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleifð og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma,“ segir Celia.

Sýningin, sem stendur nú yfir í Skaftafelli ber titilinn „Heiðin“ og er hluti af nýrri dagskrá Skaftfells og er sú fyrsta í nýrri sýningaröð, sem Celia hefur skipulagt.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.