Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Líf og starf 30. júní 2020

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr,  Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Samaneh er fædd í Teheran árið 1984 og segist hafa brennandi áhuga á kennslu í landslagsarkitektúr og að hún sé ánægð með að vera komin til starfa hjá LbhÍ.
„Kennsla höfðar einstaklega vel til mín, sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar sem felst í henni.

Sem landslagsarkitekt og fræðimaður hef ég tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir og er það mér heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum  lektorsstöðu hér á Íslandi,“ segir Samaneh.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza-háskólanum í Róm meistararitgerð sína í landslags­arkitektúr, Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation.
Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur og tók þátt í fjöl­breyttum verkefnum, meðal annars við endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfis­fræðum frá Sapienza í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna.

Frá árinu 2014 til maí 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessors Franso Zagari og prófessors Fabio Di Carlo í Sapienza-háskólanum í Róm. 

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...