Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Líf og starf 30. júní 2020

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr,  Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Samaneh er fædd í Teheran árið 1984 og segist hafa brennandi áhuga á kennslu í landslagsarkitektúr og að hún sé ánægð með að vera komin til starfa hjá LbhÍ.
„Kennsla höfðar einstaklega vel til mín, sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar sem felst í henni.

Sem landslagsarkitekt og fræðimaður hef ég tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir og er það mér heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum  lektorsstöðu hér á Íslandi,“ segir Samaneh.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza-háskólanum í Róm meistararitgerð sína í landslags­arkitektúr, Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation.
Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur og tók þátt í fjöl­breyttum verkefnum, meðal annars við endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfis­fræðum frá Sapienza í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna.

Frá árinu 2014 til maí 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessors Franso Zagari og prófessors Fabio Di Carlo í Sapienza-háskólanum í Róm. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...