Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Mynd / Þingvallaþjóðgarður
Líf og starf 28. ágúst 2020

Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega hittust Guðmundur Ingi Guðbrands­son umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árna­son, varaformaður Þingvallanefndar, og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum,  til að opna fyrir  aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í austan­verðum þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsilegur og útsýnipallurinn veglega byggður og af honum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sigdældina frá austri til vesturs. Landslag hannaði útsýnis­pallinn en smíðin og fram­kvæmdin var í höndum Andra Þórs Gestssonar húsasmíða­meistara og Kolbeins Sveinbjörnssonar, vélsmíðameistara og verktaka á Heiðarási í þingvallasveit.  Kostnaður við framkvæmdina var um 19 milljónir króna og er hluti af verkefnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. 

Klippt á borðann, Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ásamt Guðmundi Inga umhverfisráðherra og Vilhjálmi Árnasyni, varaformanni Þingvallanefndar, og tveimur landslagsvörðum þegar nýi útsýnispallurinn var formlega vígður. 

„Að lokinni opnun á útsýnispalli við Hrafnagjá var farið í gestastofu á Hakinu þar sem kynning verður á fyrstu hugmyndum í deiliskipulagi á mest heimsótta svæði þjóðgarðsins sem nær frá Valhallarreitnum að þjónustumiðstöð á Leirum. 

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningar­minja.  Stefnt er að því að draga úr umferð neðan við Almannagjá en skipuleggja megin aðkomu og bílastæði ofan við gjána og meðal annars eru komnar fram  hugmyndir um nýja aðkomu að þingstaðnum forna um nýja gönguleið fram af brún Almannagjár norðan við Öxarárfoss,“ segir Einar Á.E.Sæmundsen þjóðgarðsvörður.

Útsýnispallurinn er við þjóðveginn í austanverðri sigdældinni á brún Hrafnagjár, um 6 km austan við þjónustumiðstöðina og um 2 km vestan við Gjábakka. Kynningin á hugmyndum í deiliskipulagi verður svo í kjölfarið í gestastofu á Haki. 

Skylt efni: Þingvellir | Hrafnagjá

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...

Gerði lokræsi um land allt
Líf og starf 16. mars 2023

Gerði lokræsi um land allt

Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi sm...

Steinefna- og próteinríkur afskurður
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkj...