Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Mynd / Óskar Þór
Líf og starf 12. mars 2018

Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla.

Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins, en hann rekur tvo veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood, auk þess barinn R5 við Ráðhústorg.

Útkoman þótti einstaklega vel heppnuð og staðfestu nemendur með vinnu sinni að saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er soðið á sprengidaginn með baunasúpunni. Úr því er nefnilega hægt að gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseðlum veitingahúsa. Miðlaði kunnáttu en lærði í leiðinni Hallgrímur segist hafa ánægju af því að prófa sig áfram með óhefðbundið hráefni eins og saltkjöt og meðlæti sem passar með því. Hann útbjó sína útfærslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssælueftirréttinum og miðlaði kunnáttu sinni til verðandi matreiðslumanna.

„Ég lærði gríðarlega mikið og reyndi að gefa af mér eitthvað af því sem dottið hefur inn í reynslubanka minn síðustu 25 árin, eða svo,“ segir Hallgrímur. 

5 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.