Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Eldhraun kemur við sögu í nýju Eldfjallaleiðinni en hraunið er hluti af Skaftáreldahrauninu frá 1783–1784. Hraunið rann úr Lakagígum en það þekur í dag um 0,5% af flatarmáli Íslands.
Eldhraun kemur við sögu í nýju Eldfjallaleiðinni en hraunið er hluti af Skaftáreldahrauninu frá 1783–1784. Hraunið rann úr Lakagígum en það þekur í dag um 0,5% af flatarmáli Íslands.
Mynd / Þórir N. Kjartansson
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokallaða Eldfjallaleið, fyrir ferðamenn á Suðurlandi og Reykjanesi.

Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið á milli Keflavíkur og Hafnar í Hornafirði, með áherslu á eldvirkni. Átta eldfjöll vísa veginn og draga fram sögur og áfangastaði á sínu áhrifasvæði. Fjöllin eru Fagradalsfjall, Hengill, Hekla, Eldfell, Eyjafjallajökull, Katla, Laki og Öræfajökull.

„Eldfjöllin vísa ferðamönnum veginn um Reykjanes og þaðan inn á Suðurland og austur, með viðkomu á mikilvægum eldfjallasvæðum utan hringvegarins, svo sem í Vestmannaeyjum, Þjórsárdal og Skaftárhreppi.

Svartir sandar og víðfeðmar hraunbreiður setja svip á leiðina að jökulklæddum eldfjöllunum ógleymdum. Þegar komið er austur til Hornafjarðar blasa að lokum við ævaforn eldfjöll, alls ólík hinu nýja hrauni á Reykjanesi,“ segir Vala Hauksdóttir, verkefnisstjóri Eldfjallaleiðarinnar.

Gagnlegar vinnustofur

Opnar vinnustofur um Eldfjallaleiðina fóru nýlega fram. Í þeim unnu þátttakendur fjölbreytt verkefni þar sem miklar umræður sköpuðust um verkefnið. Fyrsta verkefni þátttakenda var þankahríð um hvernig nærsvæði tengjast eldvirkni.

Útkoman var vel yfir 300 ólík atriði og því augljóst að hagaðilar eiga auðvelt með að tengja sig við þema ferðaleiðarinnar. Út frá vinnustofunum skapaðist góður gagnabanki yfir það hvað Eldfjallaleiðin skyldi standa fyrir og nýtist það Markaðsstofunni.

Kynnt í vor

Vala segir að verkefnið hafi nú hlotið styrk, sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands annað árið í röð og vonast er eftir að leiðin verði klár til kynningar fyrir sumarið. „Ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar munu geta tengt sig við Eldfjallaleiðina og nýtt til kynningar á sínu svæði líkt og aðilar gera nú þegar á Gullna hringnum og öðrum þekktum ferðaleiðum landsins. Drög að Eldfjallaleiðinni verða kynnt í vor og gefst áhugasömum þá tækifæri til að koma með ábendingar og hugmyndir að framhaldinu,“ segir Eva.

Skylt efni: eldfjallaleiðin

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...