Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eldhraun kemur við sögu í nýju Eldfjallaleiðinni en hraunið er hluti af Skaftáreldahrauninu frá 1783–1784. Hraunið rann úr Lakagígum en það þekur í dag um 0,5% af flatarmáli Íslands.
Eldhraun kemur við sögu í nýju Eldfjallaleiðinni en hraunið er hluti af Skaftáreldahrauninu frá 1783–1784. Hraunið rann úr Lakagígum en það þekur í dag um 0,5% af flatarmáli Íslands.
Mynd / Þórir N. Kjartansson
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokallaða Eldfjallaleið, fyrir ferðamenn á Suðurlandi og Reykjanesi.

Eldfjallaleiðin er ný ferðaleið á milli Keflavíkur og Hafnar í Hornafirði, með áherslu á eldvirkni. Átta eldfjöll vísa veginn og draga fram sögur og áfangastaði á sínu áhrifasvæði. Fjöllin eru Fagradalsfjall, Hengill, Hekla, Eldfell, Eyjafjallajökull, Katla, Laki og Öræfajökull.

„Eldfjöllin vísa ferðamönnum veginn um Reykjanes og þaðan inn á Suðurland og austur, með viðkomu á mikilvægum eldfjallasvæðum utan hringvegarins, svo sem í Vestmannaeyjum, Þjórsárdal og Skaftárhreppi.

Svartir sandar og víðfeðmar hraunbreiður setja svip á leiðina að jökulklæddum eldfjöllunum ógleymdum. Þegar komið er austur til Hornafjarðar blasa að lokum við ævaforn eldfjöll, alls ólík hinu nýja hrauni á Reykjanesi,“ segir Vala Hauksdóttir, verkefnisstjóri Eldfjallaleiðarinnar.

Gagnlegar vinnustofur

Opnar vinnustofur um Eldfjallaleiðina fóru nýlega fram. Í þeim unnu þátttakendur fjölbreytt verkefni þar sem miklar umræður sköpuðust um verkefnið. Fyrsta verkefni þátttakenda var þankahríð um hvernig nærsvæði tengjast eldvirkni.

Útkoman var vel yfir 300 ólík atriði og því augljóst að hagaðilar eiga auðvelt með að tengja sig við þema ferðaleiðarinnar. Út frá vinnustofunum skapaðist góður gagnabanki yfir það hvað Eldfjallaleiðin skyldi standa fyrir og nýtist það Markaðsstofunni.

Kynnt í vor

Vala segir að verkefnið hafi nú hlotið styrk, sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands annað árið í röð og vonast er eftir að leiðin verði klár til kynningar fyrir sumarið. „Ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar munu geta tengt sig við Eldfjallaleiðina og nýtt til kynningar á sínu svæði líkt og aðilar gera nú þegar á Gullna hringnum og öðrum þekktum ferðaleiðum landsins. Drög að Eldfjallaleiðinni verða kynnt í vor og gefst áhugasömum þá tækifæri til að koma með ábendingar og hugmyndir að framhaldinu,“ segir Eva.

Skylt efni: eldfjallaleiðin

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.