Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason frá Neðri-Tungu.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason frá Neðri-Tungu.
Mynd / ÁL
Líf og starf 9. nóvember 2022

Neðri-tunga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason búa á Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Rúnar er fæddur og uppalinn á bænum, en Sigurbjörg hefur verið þar síðan 2011.

Upphaflega kom hún frá Fellsströnd í Dalasýslu en flutti vestur á firði árið 2007 til að gerast safnstjóri á Hnjóti. Hjónin eru með búskap í mjög smáum sniðum eftir að hafa skorið niður, eða örfáar kindur og tvær kvígur í geldneytaeldi. Annars sækja þau atvinnu á Patreksfjörð. Aðspurð um stöðu samfélagsins í hinum forna Rauðasandshreppi, þá segja þau að svo fátt fólk sé eftir að hinn félagslegi þáttur sem var áður sé ekki svipur hjá sjón. Heilsársbúseta sé ekki trygg, þó víða á bæjum dvelji fólk í skemmri tíma.

Brotthvarf skólans reiðarslag

Þegar skólinn var lagður niður í Örlygshöfn upp úr aldamótum flutti fjölskyldufólk úr hreppnum og bændur sáu ekki fram á að kynslóðaskipti yrðu á bæjum. Á árunum þar áður höfðu samgöngur verið mjög ótryggar og fólki hugnaðist ekki að keyra börnin yfir á Patreksfjörð í skóla.

Þau nefna að í hreppnum hafi búin almennt verið minni en í öðrum sveitum landsins og uppbyggingin sem var víða í landbúnaði upp úr 1970 hafi verið takmörkuð á þessum slóðum. Ástæðurnar fyrir því voru þær að fólk lifði á svo mörgu öðru, til að mynda grásleppuveiðum og annarri sjómennsku.

Neðri-Tunga í Örlygshöfn.

Bjart yfir ferðaþjónustu

Aðspurð um framtíðarhorfur hreppsins nefna þau að bjart sé yfir ferðaþjónustunni. Allir þeir ferðamenn sem koma á sunnanverða Vestfirði komi á helstu náttúruperlur svæðisins, sem séu Rauðisandur og Látrabjarg. Byggðasafnið á Hnjóti sé líka mikið aðdráttarafl. Þau segja svæðið geta boðið upp á mikla möguleika í útivist þar sem landslagið sé ekki bara fallegt, heldur auðvelt yfirferðar. Fjöllin séu aflíðandi og ekki mjög há. Þó svo að ferðaþjónustan standi vel, búast hjónin ekki við því að áframhald verði á heilsársbúsetu eftir 10-15 ár.

Laxeldi spillir aðdráttarafli

Með uppbyggingu laxeldisins á sunnanverðum Vestfjörðum segir Rúnar sér hafi aukist bjartsýni. Án þess segir hann að þorpið á Patreksfirði væri ekki svipur hjá sjón. Hins vegar sé stærðin á eldinu orðin svo gífurleg að hann sjái ekki fram á að það fari saman með þeirri ferðamennsku sem verið er að byggja upp. Helsta aðdráttarafl svæðisins sé náttúrufegurðin og hjónin skynja að ferðamönnum finnist fiskeldiskvíarnar ekki falla vel að umhverfinu.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...