Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir fengu hugmyndina að gerð húðvaranna í fæðingarorlofi. Þær hafa nú hlotið styrk frá Matvælasjóði til að koma vörunum á markað.
Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir fengu hugmyndina að gerð húðvaranna í fæðingarorlofi. Þær hafa nú hlotið styrk frá Matvælasjóði til að koma vörunum á markað.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 1. september 2023

Nautatólg í húðvörur

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fyrr í sumar úthlutaði matvæla­ráðherra 577 milljónum úr Matvælasjóði. Styrkt voru 53 verk­efni en alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins.

Þær Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu þriggja milljóna króna styrk til þess að undirbúa og framleiða íslenskar og eiturefnalausar húðvörur gerðar úr nautatólg.

Bændablaðið ræddi við Hildi um þessa nýjung. „Hugmyndin kviknaði þegar við, ég og Brynja Hlíf, vorum saman í fæðingarorlofi. Við höfðum rætt það að gaman væri að þróa hugmynd að verkefni sem við gætum unnið að saman. Þar sem við aðhyllumst báðar heilnæman og eiturefnalausan lífstíl reikaði hugurinn fljótlega í þá átt. Við komumst að því að nautatólgin er magnað hráefni þar sem hún hefur svipaða fitusýru samsetningu og mannshúðin, rík af A-vítamíni og sterínsýru, sem algengt er að bætt sé út í aðrar húðvörur, en í nautatólginni er þetta náttúrulega til staðar.

Við upphaf verkefnisins höfðum við samband við B. Jensen og Norðlenska og samtals eru þessi fyrirtæki að farga um 100 tonnum á ári af nautafitu. Við veltum því fyrir okkur hvort að það væri hægt að gera eitthvað sniðugt við þetta hráefni og úr varð að þróa krem úr nautatólg,“ segir Hildur.

Íslenskar og eiturefnalausar

Þær fá innanmör hjá B. Jensen og vinna svo fituna sjálfar þar til hún er nýtanleg í húðvörur. „Við skerum fituna smátt og bræðum með vatni og salti. Því næst er hún síuð og þennan leik endurtökum við nokkrum sinnum. Þannig náum við öllu vatni og óhreinindum í burtu.

Að lokum fáum við hreina tólg sem hægt er að nýta í húðvörur. Nautatólgin er eiturefnalaus en það var okkur mikilvægt að búa til eiturefnalausar vörur sem við gætum með góðri samvisku borið á börnin okkar og okkur sjálfar,“ segir Hildur.

Aðspurð segir Hildur að stefnan sé að búa til og framleiða hreint krem úr nautatólginni, krem með aðeins einu innihaldsefni. „Í dag höfum við útbúið frumgerð af kremi úr hreinni nautatólg og erum að vinna í að bæta framleiðsluferlið, gera það betra og eins finna út hvernig við getum gert meira í einu.“ Þær stöllur hafa einnig hug á því að prófa sig áfram og fram undan sé framleiðsla á fleiri kremum, sápum og fitu í matargerð, jafnvel að blanda olíum og jurtum við nautatólgina.

Nautatólgin er eina innihaldsefnið í húðvörunum sem bera heitið Griðungr. Vonir standa til að vörurnar verði komnar á markað á næsta ári.

Vörurnar bera heitið Griðungr

Vörurnar eru hannaðar og þróaðar undir nafninu Griðungr og vinna þær að undirbúningi varanna heiman frá sér en þær eru báðar búsettar á Akureyri. Nýlega hlutu þær styrk frá Matvælasjóði en áður hafa þær einnig hlotið styrki frá uppbyggingasjóði SSNE (samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurland eystra) og úr sjóði frá atvinnumálum kvenna. Hildur segir vonir standa til að fyrstu vörurnar verði komnar á markað á næsta ári.

Þær halda úti samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála, instagram @gridungr.

Skylt efni: nýsköpun

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...