Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Mynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 8. nóvember 2022

Náttúrufegurð og fólksfækkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þá var tekinn fyrir Rauðisandur, en núna verður hreppnum norðan heiða gerð skil. Þetta landsvæði er með helstu náttúruperlur sunnanverðra Vestfjarða og er straumur ferðamanna mikill. Rauðisandur, Örlygshöfn, minjasafnið á Hnjóti og Látrabjarg hafa verið vinsælir áfangastaðir, en umferð út í Kollsvík hefur aukist á undanförnum misserum.

Hótel Látrabjarg var áður grunnskóli sveitarinnar.

Eins og kom fram í fyrri umfjöllun var íbúafjöldi þessa forna hrepps 93 árið 1993, en hefur fækkað mjög hratt á undanförnum árum.

Nokkuð er af fólki sem heldur til á svæðinu hluta úr ári, en einungis ellefu eru með heilsársbúsetu, þar af sex í Rauðasandshreppi norðan heiða. Tveir bræður eru búsettir á Hvalskeri sem gera út vinnuvélar, hjón á Neðri-Tungu í Örlygshöfn með sauðfé og hjón í Hænuvík með sauðfjárrækt og ferðaþjónustu.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var íbúatala hins forna hrepps ranglega talin vera níu og leiðréttist hér með.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...