Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Mynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 8. nóvember 2022

Náttúrufegurð og fólksfækkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þá var tekinn fyrir Rauðisandur, en núna verður hreppnum norðan heiða gerð skil. Þetta landsvæði er með helstu náttúruperlur sunnanverðra Vestfjarða og er straumur ferðamanna mikill. Rauðisandur, Örlygshöfn, minjasafnið á Hnjóti og Látrabjarg hafa verið vinsælir áfangastaðir, en umferð út í Kollsvík hefur aukist á undanförnum misserum.

Hótel Látrabjarg var áður grunnskóli sveitarinnar.

Eins og kom fram í fyrri umfjöllun var íbúafjöldi þessa forna hrepps 93 árið 1993, en hefur fækkað mjög hratt á undanförnum árum.

Nokkuð er af fólki sem heldur til á svæðinu hluta úr ári, en einungis ellefu eru með heilsársbúsetu, þar af sex í Rauðasandshreppi norðan heiða. Tveir bræður eru búsettir á Hvalskeri sem gera út vinnuvélar, hjón á Neðri-Tungu í Örlygshöfn með sauðfé og hjón í Hænuvík með sauðfjárrækt og ferðaþjónustu.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var íbúatala hins forna hrepps ranglega talin vera níu og leiðréttist hér með.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...