Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Músarrindill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2023

Músarrindill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu

Skylt efni: fuglinn

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f