Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
Mynd / ML
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sveitakeppni eldri spilara og hins vegar tvímenningi í sama aldursflokki.

Tvímenninginn unnu Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. 

Sveitakeppnina vann sveit Gauksins, þau Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Gaukur Ármannsson, Svala Pálsdóttir og Rosemary Shaw. Aðalsteinn og Sverrir unnu einnig bötlerinn.

Í flokki 70 ára og eldri vann ML-sveitin gullið líkt og um langt árabil. Liðið er skipað gömlum nemendum úr ML og tveimur fyrrverandi skólameisturum svo nokkuð sé nefnt!

Í lokaumferðinni reyndu liðsmenn Gauksins, þær Svala og Rosemary, að vinna fjögur hjörtu,skásta geimið á 4-3 fittið.

Svala spilaði spilið og eftir að vörnin tók þrjá fyrstu slagina í tígli var skipt yfir í spaða. Svala hugsaði sig aðeins um en setti svo ás. Svínaði laufi og það gekk. Nú þurfti ekki annað en að trompið lægi 3-3 til að 420 stig lægju á borðinu. 4-2 legan þýddi þó að spilið fór niður.

Sagnir afhjúpuðu veikleika í tígli og 4 hjörtu er mun skárra geim en 3 grönd, sem væru nánast vonlaus jafnvel í 4-3 legunni. Þótt báðar svörtu
svíningarnar myndu heppnast sem þær gera ekki.

Þeir sem spila hálitageim á 4-3 fitt í sambærilegum höndum eru iðulega lengra komnir. Byrjendur hafa vonandi gagn að svona pælingum. 

Vestur gefur/enginn á hættu:

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...