Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Minjagripir sem einkenna landsvæði
Líf og starf 7. september 2022

Minjagripir sem einkenna landsvæði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viðburður sem ber nafnið Gersemar Fljótsdals verður haldinn dagana 2.-3. september næstkomandi en handverksfólk hefur verið hvatt til að taka áskorun um að hanna minjagrip eða söluvöru sem einkennir sitt svæði.

Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal.

Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal, segir að um sé að ræða hönnunarsmiðju þar sem markmiðið sé að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal.

„Þannig viljum við skapa vettvang fyrir listamenn, handverksfólk og hönnuði, faglærða sem og ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á þessum gersemum, um leið og áhersla er lögð á að nýta sem mest einstakt hráefni úr héraði,“ segir hún.

Hugmyndaflug og hæfileikar ráða för en útfærslan byggir á þekkingu á landsvæðinu, náttúru, sögu og menningu. „Hvert samfélag er ríkara þegar einstaklingar geta fengið með sér einstakan hlut sem minnir á góða dvöl á viðkomandi stað. Það á ekki síst við ef vel er til hans vandað og honum fylgir eitthvað alveg sérstakt. Það er líka áhugavert að upprunatengja hráefnið við staðinn þó það geti verið snúnara,“ segir Ásdís Helga og bætir við að gæði þurfi alltaf að vera til staðar og mikill kostur að hluturinn sé ekki merktur „Made in XXX“ heldur búinn til í heimahéraði.

„Það er kannski í fljótu bragði vandfundið að finna viðfangsefni, en oft getur ýmislegt skotið upp kollinum, munstur í lopapeysu, skart sem tengist fornleifauppgreftri, útskorinn nytjahlutur með einkennum fyrri tíðar, póstkort eða lyklakippa með fagurri ljósmynd af þekktu landslagi eða málverk,“ segir hún.

Afrakstur hönnunarsmiðjunnar verða vel mótaðar hugmyndir sem raunhæft er að fjöldaframleiða og eða vinna með einstaka sérvöru með markvissa tengingu við sögu, menningu eða náttúru Fljótsdals eða Austurlands.

Að viðburðinum koma auk Fagrar framtíðar í Fljótsdal, Minjasafn Austurlands, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og Handverk og hönnun með stuðningi frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...