Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Mynd / HKr.
Líf og starf 26. nóvember 2019

Metaðsókn að selaveislu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
 
Það eru feðgarnir í veitingahúsinu Laugaási, þeir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur, sonur hans, sem hafa haft vega og vanda af þessari veislu sem á uppruna sinn að rekja til ársfundar selabænda. Þarna var boðið upp á þjóðlegan mat eins og margvíslegar selaafurðir, hvalkjöt, fuglakjöt, lambakjöt, lax, siginn bútung og margt fleira. Runnu kræsingarnar ljúflega í gesti, hvort sem um var að ræða selspik, súrsaða selshreifa, eðal selsteikur eða annað ljúfmeti. Vakti koma ræðumanns kvöldsins nokkra athygli, en það var náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason. Þarna var hann samt í hópi ættingja úr Breiðafirðinum. Gerði hann m.a. góðlátlegt grín að villibráðaráti og þá auðvitað þeim villimönnum, sér og öðrum, sem neyta slíkrar villibráðar. 
 
Andri Snær Magnason rithöfundur og Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari Í Laugaási, við kræsingar í selaveislunni. Þar var nær öll flóran í íslenskum mat frá kjötmeti af  dýrum sem hafa sérhæft sig að aðstæðum á láði, legi og í lofti og fiski af ýmsum tegundum. Fyrir framan þá er siginn bútungur sem hægt var að gæða sér á með kartöflum, mörfloti, hamsatólg og selspiki. 
Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...