Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Mynd / HKr.
Líf og starf 26. nóvember

Metaðsókn að selaveislu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
 
Það eru feðgarnir í veitingahúsinu Laugaási, þeir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur, sonur hans, sem hafa haft vega og vanda af þessari veislu sem á uppruna sinn að rekja til ársfundar selabænda. Þarna var boðið upp á þjóðlegan mat eins og margvíslegar selaafurðir, hvalkjöt, fuglakjöt, lambakjöt, lax, siginn bútung og margt fleira. Runnu kræsingarnar ljúflega í gesti, hvort sem um var að ræða selspik, súrsaða selshreifa, eðal selsteikur eða annað ljúfmeti. Vakti koma ræðumanns kvöldsins nokkra athygli, en það var náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason. Þarna var hann samt í hópi ættingja úr Breiðafirðinum. Gerði hann m.a. góðlátlegt grín að villibráðaráti og þá auðvitað þeim villimönnum, sér og öðrum, sem neyta slíkrar villibráðar. 
 
Andri Snær Magnason rithöfundur og Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari Í Laugaási, við kræsingar í selaveislunni. Þar var nær öll flóran í íslenskum mat frá kjötmeti af  dýrum sem hafa sérhæft sig að aðstæðum á láði, legi og í lofti og fiski af ýmsum tegundum. Fyrir framan þá er siginn bútungur sem hægt var að gæða sér á með kartöflum, mörfloti, hamsatólg og selspiki. 
Bifröst hefur skyldum að gegna gagnvart nærumhverfi sínu og landsbyggðinni allri
Líf og starf 18. september

Bifröst hefur skyldum að gegna gagnvart nærumhverfi sínu og landsbyggðinni allri

Skólahald í Norðurárdal í Borgar­firði má rekja allt aftur til ársins 1955 þegar...

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?
Líf og starf 4. september

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?

Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virð­ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á F...

Flokkun sorps til fyrirmyndar
Líf og starf 31. ágúst

Flokkun sorps til fyrirmyndar

Þeir sem eiga leið um eða hafa átt leið um Grímsnes- og Grafningshrepp hafa efla...

Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum
Líf og starf 28. ágúst

Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum

Nýlega hittust Guðmundur Ingi Guðbrands­son umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árna­s...

Búseta á Bifröst
Líf og starf 13. ágúst

Búseta á Bifröst

Löng hefð er fyrir skólastarfi á Bifröst í Borgarfirði en sögu þess má rekja all...

Bændur hafa borið tilbúinn áburð á 3.635 hektara lands til gróðurstyrkingar
Líf og starf 5. ágúst

Bændur hafa borið tilbúinn áburð á 3.635 hektara lands til gróðurstyrkingar

Bændur í Holta- og Landsveit hafa verið ákaflega samstarfsfúsir við Landgræðslu ...

Hrönn Jörundsdóttir nýr forstjóri MAST
Líf og starf 22. júlí

Hrönn Jörundsdóttir nýr forstjóri MAST

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað doktor Hrönn Jörundsdóttur í ...

Sveitahótel við Elliðavatn
Líf og starf 21. júlí

Sveitahótel við Elliðavatn

Hótel Kríunes er fallegt sveitahótel og falin náttúruperla við Elliða­vatn á Vat...