Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Mynd / HKr.
Líf og starf 26. nóvember 2019

Metaðsókn að selaveislu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
 
Það eru feðgarnir í veitingahúsinu Laugaási, þeir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur, sonur hans, sem hafa haft vega og vanda af þessari veislu sem á uppruna sinn að rekja til ársfundar selabænda. Þarna var boðið upp á þjóðlegan mat eins og margvíslegar selaafurðir, hvalkjöt, fuglakjöt, lambakjöt, lax, siginn bútung og margt fleira. Runnu kræsingarnar ljúflega í gesti, hvort sem um var að ræða selspik, súrsaða selshreifa, eðal selsteikur eða annað ljúfmeti. Vakti koma ræðumanns kvöldsins nokkra athygli, en það var náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason. Þarna var hann samt í hópi ættingja úr Breiðafirðinum. Gerði hann m.a. góðlátlegt grín að villibráðaráti og þá auðvitað þeim villimönnum, sér og öðrum, sem neyta slíkrar villibráðar. 
 
Andri Snær Magnason rithöfundur og Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari Í Laugaási, við kræsingar í selaveislunni. Þar var nær öll flóran í íslenskum mat frá kjötmeti af  dýrum sem hafa sérhæft sig að aðstæðum á láði, legi og í lofti og fiski af ýmsum tegundum. Fyrir framan þá er siginn bútungur sem hægt var að gæða sér á með kartöflum, mörfloti, hamsatólg og selspiki. 
Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...