Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Líf og starf 20. júlí 2021

Merkingarkerfið Vegrún vísar ferðafólki veginn

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu var nýtt merkingar­kerfi fyrir ferðamannastaði og frið­lýst svæði kynnt í ráðuneytum umhverfis- og auðlinda og atvinnuvega- og nýsköpunar, en það hefur fengið heitið Vegrún. Það var hannað til að samræma merkingar, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna og auka gæði og öryggi á ferðamannastöðum.
Hugmyndin er að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti nýtt sér hönnunarvinnuna í kringum Vegrúnu til að setja upp merkingar til að gera áfangastaði aðlaðandi. Vegrún segir fyrir um smíði merkinga og skilta, hvernig efni sé í þeim og hver stærð þeirra eigi að vera. Þá sýnir Vegrún hvernig koma á upplýsingum á framfæri með letri, lit og myndum. Vegrún er því ekki samsafn af tilbúnum merkingum heldur verkfæri til að nýta sér við að smíða merkingar sem falla að þörfum hvers og eins. Vegrún er hluti af verkefninu Góðar leiðir (godarleidir.is) um innviðahönnun ferðamannastaða og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Hönnunarteymið Kolofon&co sá um hönnunina á Vegrúnu, en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur haft verkstjórn og samráð á milli þeirra aðila sem komu að verkefninu.

Skylt efni: Vegrún | Djúpalónssandur

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...