Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar
Líf og starf 8. desember 2020

Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal, er komið út og er það í sjöunda sinn sem hann sendir frá sér sérstakt lambadagatal.

Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og undanfarin ár, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2021 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2020 og endurspegla því líka veðurfarið á þeim árstíma.

Fallegt með þjóðlegum fróðleik

Að venju prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar. Einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki bara fallegt heldur líka  gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. 

Finn velvild í garð sauðfjárbænda

Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars er megintilgangur útgáfunnar „að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...