Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Mynd / umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Líf og starf 3. mars 2023

Matvælakjarni matarfrumkvöðla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við Austurbrú og Vopnafjarðarhrepp um að stofnsetja matvælakjarna á Vopnafirði.

Um vottað matvælavinnslurými verður að ræða þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur geta unnið að framleiðslu og þróun.

„Verkefnið á að skila því að við komum upp matvælakjarna á Vopnafirði í samvinnu við Brim og ráðuneytið. Ætlunin með þessu er að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Útfærslan í sumarbyrjun

„Það er verið að skoða staðsetningar fyrir starfsemina. Verkefnið er algjörlega á frumstigi en við höfum undirritað viljayfirlýsingu og skuldbundið okkur til að vera búin að útfæra verkefnið nánar, hlutverk og skyldur þátttakenda í byrjun sumars. Þarfagreining er eitt af því fyrsta sem verður skoðað,“ segir Sara.

Hún segir að ýmis tækifæri séu í því að hafa sláturhús í bænum og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki eins og Brim.

Nýr starfsmaður Austurbrúar á Vopnafirði

„Þetta nýja og spennandi verkefni er í mótun. Nýlega var auglýst eftir starfsmanni Austurbrúar sem mun vinna að þessu verkefni ásamt fleiri verkefnum á Vopnafirði,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Verkefnið er hluti af áætluninni Minni matarsóun – Aðgerðaráætlun gegn matarsóun, sem gefin var út á árinu 2021, og stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036.

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...