Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun
Líf og starf 5. júní 2023

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Í núgildandi búvörusamningum og nýkynntum drögum að matvæla­áætlun ríkisins eru markmið um að íslensk matvælaframleiðsla geti staðið undir fæðuþörfum þjóðarinnar. Er það til þess að efla fæðuöryggi og áfallsþol þjóðarinnar en ekki síður vegna heilnæmra og umhverfisvænna framleiðsluþátta sem iðkaðir eru hér á landi.

Umræðan um skert starfsskilyrði í landbúnaði hefur verið áberandi undanfarin misseri og í kjölfar öfgakenndra aðfangahækkana á síðasta ári hefur starfsgreinin staðið höllum fæti að ákveðnu leyti. Dregið hefur úr matvælaframleiðslu á landinu ár frá ári síðan 2018 og ef framleiðslutölur eru bornar saman við fólksfjölda er ljóst að markmið um að hægt verði að fæða þjóðina með innlendri framleiðslu fjarlægist í sífellu.

Mestu munar um samdrátt í sauðfjárrækt. Framleiðsla kindakjöts á mann dróst saman um rétt tæp 30% frá árinu 2012 og fram yfir árið 2022. Hrossakjötsframleiðsla dróst saman um 40% og svínakjötsframleiðsla um 12%. Framleiðsla allra tegunda jókst annaðhvort árið 2020 eða 2021 í kjölfar fækkunar ferðamanna á landinu en hefur svo fallið aftur.

Í endurnýjun búvörusamnings um grænmetisrækt árið 2020 var lagt fram markmið um að auka ræktun grænmetis á Íslandi um 25% frá meðal framleiðslu þriggja ára þar á undan. Háleitt markmið sem, aftur, hefur skírskotun í bæði fæðuöryggis- og umhverfissjónarmið. Frá þeim tíma hefur heildarframleiðsla nokkurn veginn staðið í stað og þar með dregist saman á hvern einstakling. Árið 2022 var framleiðsla á mann, af þeim tegundum sem til eru opinberar tölur um, 35 kg. Er það 15 kg samdráttur frá 2012. Jafnvel þótt markmið um 25% aukningu frá meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019 hefði náðst væri framleiðslan enn töluvert undir framleiddu magni ársins 2012.

Samhliða þessum samdrætti í framleiðslu á mann hefur innflutningur aukist. Árið 2022 voru flutt inn til landsins tæplega 14,5 kg af kjöti og ostum á mann. Er það meira en þreföldun frá árinu 2012 og féll markaðshlutdeild innlendrar kjötframleiðslu til að mynda úr 92,7% niður í 76,1%. Yfir sama tímabil féll markaðshlutdeild innlends grænmetis úr 55% í 46%.

Að reiða sig alfarið á innlenda framleiðslu og útiloka innflutning á matvælum er bæði óraunhæft og óskynsamt út frá fæðuöryggissjónarmiðum. Hins vegar er eðlilegt að bæði bændur og stjórnvöld spyrji sig hvert þau vilji að íslensk matvælaframleiðsla stefni og hvað sé hægt að gera til að styðja hana á þeirri vegferð.

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...