Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í heimsókn til garðyrkjubænda á Suðurlandi á dögunum.

„Tilgangur ferðarinnar var að kokkanemar fengju að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, það er að segja að fá fróðleik og kynningu frá okkar garðyrkjubændum, sem eru virkilega ánægðir að fá nemendur í heimsókn. Það var svo gaman að finna hvað nemendurnir voru áhugasamir um það sem fyrir augu þeirra bar. Þar sem þau eru í kokkanámi hafa þau mikinn áhuga á mat og allt sem tengist honum. Vilja smakka á öllu og læra meira,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá sölufélaginu.

Hópurinn heimsótti sjö garðyrkjustöðvar en farið var í Garðyrkjustöðina Kinn í Hveragerði, Garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási, Flúðasveppi og einnig í útigarða Jörfa við Hvítárholt, Friðheima í Reykholti og svo var endað á Garðyrkjustöðinni Ártanga í Grímsnesi. Kristín Linda segir að það hafi verið mikil ánægja með ferðina.

„Það kom þeim á óvart hversu umfangsmikil íslensk grænmetisræktun er og hversu flókið það getur verið að rækta grænmeti til að geta fengið góða og mikla uppskeru. Það er okkur mikil ánægja að eiga svona gott samstarf við skólann og geta átt kost á að fræða og kynna okkar starfsemi fyrir nemendur.“ 

8 myndir:

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...