Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Maríuerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. júlí 2023

Maríuerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Maríuerla er lítill, kvikur og flugfimur spörfugl. Hún er útbreidd um mest allt land, einkum niðri á láglendi en einnig finnast fuglar nærri mannabústöðum á hálendinu. Hún er skordýraæta og veiðir helst flugur, bjöllur og fiðrildi. Hún veiðir skordýrin á flugi eða á jörðinni þar sem þær geta hlaupið mjög hratt. Þær hafa langt stél sem þær veifa í sífellu þegar þær sitja eða eru bröltandi á jörðinni. Þessi hegðun er reyndar einkennandi fyrir tegundir af erluætt og draga þær enska heitið sitt, wagtail, af þessari hegðun. Maríuerlur eiga það til að gera sér hreiður í mannabústöðum, klettum eða jafnvel grenitrjám. Venjulega gerir hún hreiðrin frekar hátt uppi og í grenitrjám getur það verið 4-5 m frá jörðinni. Hún er að öllu leyti farfugl hérna á Íslandi enda er hún sérhæfð skordýraæta og lítið er af skordýrum á Íslandi yfir vetrartímann. Þær koma venjulega til landsins í maí þótt fyrstu fuglarnir komi jafnvel upp úr miðjum apríl. Þær fljúga síðan til Vestur-Afríku á haustin og eru venjulega allir fuglar farnir í síðasta lagi í september. Það er ekki hægt að segja að maríuerla sé beint hljóðlátur fugl en hljóðið er engu að síður fjörlegt og vinalegt.

Skylt efni: fuglinn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...