Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
 Margt var um manninn á landbúnaðarsýningunni alla sýningardagana.
Margt var um manninn á landbúnaðarsýningunni alla sýningardagana.
Mynd / ghp
Líf og starf 26. október 2022

Margt að sjá og bragða á

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tugþúsundir gesta heimsóttu stórsýninguna Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Á sýningunni gafst gestum tækifæri á að skoða alla þá fjölbreytni sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða.

Auk þess að skoða nýjustu tæki og tól fyrir landbúnað gátu gestir smakkað á ótrúlegu úrvali gómsætra afurða frá fjölda minni og stærri framleiðenda.

Forseti Íslands og matvælaráðherra fluttu ávarp við opnun sýningarinnar og voru þau sammála um nauðsyn öflugs landbúnaðar í landinu sem undirstöðugreinar í samfélaginu og að nauðsynlegt væri að styrkja stoðir greinarinnar til að tryggja fæðuöryggi í landinu.

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að fjölbreytni landbúnaðarins á Íslandi sé mikil og að sýningin hafi að hans mati endurspeglað þá miklu grósku.

12 myndir:

Skylt efni: Landbúnaðarsýning

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...