Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK
Líf og starf 9. júní 2016

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár.

Margrét er menntaður almannatengill og markþjálfi og hefur víðtæka reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði upplýsinga- og kynningarmála. Hún hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og rak áður eigið ráðgjafarfyrirtæki, Taktík ehf. Árin 2013 til 2015 starfaði hún sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og sem sérstakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu. Áður starfaði hún við kynningar- og markaðsmál hjá Árnasonum auglýsingastofu. Einnig hefur hún setið sem varamaður í stjórn Íslandsstofu og Iceland Naturally.

„Við vorum sammála um það að hugsa aðeins út fyrir kassann og fara nýjar leiðir þegar kom að ráðningu framkvæmdastjóra. Margrét býr yfir fjölbreyttri reynslu sem mun koma sér vel fyrir næstu verk­efni sem liggja fyrir hjá okkur.

Fyrst og fremst erum við að horfa til búvörusamninganna og eftirfylgni þeirra breytinga sem þeim fylgja, ásamt því að leggja aukna áherslu á markaðs- og kynningarmálin hjá okkur.

Á sama tíma og við bjóðum Margréti velkomna til starfa vil ég nýta tækifærið og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf,“ segir Arnar Árnason, formaður LK.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...