Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Líf og starf 10. nóvember 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og hefur á þessum áratugum sett upp klassísk stórverkefni á borð við Kardimommubæinn og Önnu í Stóruborg auk þess að sinna leiklistarkennslu.

Nú í ár, um miðjan september, hóf leikfélagið æfingar á gamanleiknum Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman. Um ræðir grátbroslegan farsa þar sem ekkjan Steindóra er í aðalhlutverki. Hún er búsett í blokk eldri borgara og lifir heldur tilbreytingarsnauðu lífi þar til dag einn að hún finnur ókunnan mann sitjandi í farþegasætinu í bílnum hennar.

Sá er illa áttaður, þekkir hvorki nafn sitt né hvernig stendur á því að hann situr í bílnum – veit hvorki hvort hann er að koma eða fara.

Steindóra ákveður í einhverju fáti að fara með hann heim til sín sem í kjölfarið veldur bæði alls kyns misskilningi og vandamálum, enda skilja nágrannar hennar og vinir ekkert í því hvaða (mögulega spennandi) maður þetta er og hvort megi bara hirða fólk upp af götunni sisvona?

Býður þessi bráðfyndni farsi bæði upp á hlátur og grátur undir leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar, en áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember í félags- heimilinu Heimalandi. 

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...