Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Líf og starf 10. nóvember 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og hefur á þessum áratugum sett upp klassísk stórverkefni á borð við Kardimommubæinn og Önnu í Stóruborg auk þess að sinna leiklistarkennslu.

Nú í ár, um miðjan september, hóf leikfélagið æfingar á gamanleiknum Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman. Um ræðir grátbroslegan farsa þar sem ekkjan Steindóra er í aðalhlutverki. Hún er búsett í blokk eldri borgara og lifir heldur tilbreytingarsnauðu lífi þar til dag einn að hún finnur ókunnan mann sitjandi í farþegasætinu í bílnum hennar.

Sá er illa áttaður, þekkir hvorki nafn sitt né hvernig stendur á því að hann situr í bílnum – veit hvorki hvort hann er að koma eða fara.

Steindóra ákveður í einhverju fáti að fara með hann heim til sín sem í kjölfarið veldur bæði alls kyns misskilningi og vandamálum, enda skilja nágrannar hennar og vinir ekkert í því hvaða (mögulega spennandi) maður þetta er og hvort megi bara hirða fólk upp af götunni sisvona?

Býður þessi bráðfyndni farsi bæði upp á hlátur og grátur undir leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar, en áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember í félags- heimilinu Heimalandi. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...