Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi með lögreglumönnunum af Suðurlandi, þeim Þórunni Þrastardóttur og Árna Guðmundssyni.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi með lögreglumönnunum af Suðurlandi, þeim Þórunni Þrastardóttur og Árna Guðmundssyni.
Líf og starf 1. mars 2021

Löggan og umboðsmaður barna í heimsókn í Frístundaklúbb Grímsnes- og Grafningshrepp

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lögreglumennirnir Þórunn Þrastardóttir og Árni Guðmundsson frá Lögreglunni á Suðurlandi heimsóttu Frístundaklúbbinn á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi nýlega. Í klúbbnum eru 12 nemendur í 5. til 7. bekk Kerhólsskóla.

Lögreglumennirnir byrjuðu á því að segja frá sjálfum sér og kynna lauslega störf lögreglunnar. Allir unglingarnir voru síðan búnir að búa til eina spurningu, sem þeir spurðu lögreglumennina út í, og fengu þeir greið og góð svör til baka.

Heimsóknin tókst einstaklega vel enda má segja að lögreglumennirnir hafi slegið í gegn í heimsókn sinni.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, heimsótti líka klúbbinn á dögunum en hún kynnti fyrir krökkunum starf umboðsmanns og svaraði fjölmörgum spurningum þeirra.

Krakkarnir með Salvöru Nordal í sinni heimsókn.

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...