Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka
Líf og starf 3. júlí 2014

Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Helgi Sveinbjörnsson opnaði tvær ljósmyndasýningar í dýragarðinum Slakka í Laufási 2. júlí síðastliðinn, að viðstöddum mörgum þekktum einstaklingum og fjölda gesta. Þar er annars vegar um að ræða ljósmyndir sem Helgi hefur sjálfur tekið af uppbyggingunni í Slakka frá upphafi. Hins vegar er sýning á ljósmyndum Gunnars Steins Ólafssonar.

Saga Slakka

Sýning Helga er sett upp í gamla burstabænum og lýsir eins og fyrr segir sögu Slakka frá stofnun árið 1993. Þá hefur hann einnigsett þar upp ýmsa muni sem tengjast sögunni. Segir hann að sér hafi þótt tilvalið að nýta þetta 60 fermetra rými til að gleða augu gesta og veita þeim innsýn í sögu dýragarðsins. Þarna getur fólk tyllt sér niður, notið myndanna og jafnvel keypt sér eitthvert lítilræði til að narta í sjoppunni sem þar er.
Sýning Gunnars Steins er sett upp í golfskálanum og er af talsvert öðrum toga. Gunnar er m.a. þekktur fyrir norðurljósamyndir og svokallaðar „Time lapse“-myndir sem hafa m.a. verið notaðar í kynningum Sjónvarpsins. 

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...