Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 29. september 2020

Líf og fjör í Tungnaréttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tungnaréttir í Biskupstungum í Bláskógabyggð fóru fram laugardaginn 12. sept­emb­er í blíðskaparveðri. Réttar­stemningin var óvenjuleg í ár því aðeins máttu 200 manns vera í réttunum í einu vegna COVID-19.

Það voru því aðeins bændur og búalið sem sáu um að draga það fimm þúsund fjár sem var í réttunum í dilka sína. Allt gekk eins og smurð vél enda tóku réttarstörfin ekki nema tæplega tvær klukkustundir. Á eftir tóku bændur og þeirra fólk við að syngja nokkra réttaslagara áður en féð var rekið eða keyrt heim á bæina. Magnús Hlynur Hreiðarsson fékk leyfi til að mynda í réttunum.

Þessi Landrover vakti athygli í réttunum en hann var notaður sem kaffi- og nestisbíll fyrir fólkið á Vatnsleysu en bíllinn á lögheimili þar, ættaður úr Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu.

Hjón frá Úthlíð og Heiði áttu góða stund saman í réttunum en þetta eru þau, talið frá vinstri, Inga Margrét Skúladóttir og Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðmundur Bjarnar Sigurðsson og Guðríður Egilsdóttir frá Heiði. Öll eru þau þó búsett á Selfossi.

Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði söngnum af röggsemi og gaf tóninn áður en byrjað var á lögunum.

Skylt efni: Tungnaréttir

Yrkja vildi eg jörð
Líf og starf 30. október 2020

Yrkja vildi eg jörð

Bjarni Guðmundsson, áður prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur sent fr...

Tvö stór eldishús rísa á næsta ári á Vatnsenda í Flóa
Líf og starf 30. október 2020

Tvö stór eldishús rísa á næsta ári á Vatnsenda í Flóa

Á Vatnsenda í Flóahreppi hafa orðið kynslóðaskipti, en Eydís Rós Eyglóardóttir o...

Er enn að læra
Líf og starf 29. október 2020

Er enn að læra

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaða­maður Bændablaðsins, hef...

Fyrsti íslenski hvítlauksakurinn er á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum
Líf og starf 27. október 2020

Fyrsti íslenski hvítlauksakurinn er á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum

Lítil hvít kvíga fæddist í haga
Líf og starf 26. október 2020

Lítil hvít kvíga fæddist í haga

Það er ekki í frásögur færandi þótt stóru kvígurnar séu sóttar heim í fjós úr su...

Fuglinn sem gat ekki flogið
Líf og starf 26. október 2020

Fuglinn sem gat ekki flogið

Dr. Gísli Pálsson mannfræðingur sendi nýlega frá sér bók sem fjallar um geirfugl...

Leggur til að byggingarreglugerð verði breytt til að draga úr skriffinnsku og kostnaði
Líf og starf 15. október 2020

Leggur til að byggingarreglugerð verði breytt til að draga úr skriffinnsku og kostnaði

Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, sem gjarnan er kenndur við Flatey á Breiðafirði, ...

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að ...