Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara.
Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara.
Mynd / MHH
Líf og starf 3. október 2023

Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi fólks mætti í opin fjós á kúabúinu í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og kúabúinu á Spóastöðum í Bláskógabyggð sunnudaginn 17. september.

Ástæðanvar75áraafmælihollenskafyrirtækisinsLely,semermeð starfsemi á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á hátæknitækjum til landbúnaðarstarfa. Í báðum fjósunum eru mjaltaþjónar og önnur tæki frá Lely. „Við höfum verið með tvo nýja mjaltaþjóna frá fyrirtækinu í eitt ár og líkað vel, auk annarra tækja eins og kálfafóstrunnar,“ segir Fjóla Ingveldur, kúabóndi í Birtingaholti. Þar eru um 130 kýr í fjósinu og mjólkurkvótinn er um 830 þúsund lítrar.

Lely hefur selt um 200 mjaltaþjóna á Íslandi frá 1999 og er salan alltaf að aukast. „Það vantar meiri mjólk á Íslandi en það eru ferðamennirnir sem gera það að verkum. Það er því um að gera fyrir bændur að standa sig og framleiða mjólk með hjálp tækninnar. Mjaltaþjónarnir vinna jú allan sólarhringinn fyrir bóndann og standa sig vel í því hlutverki,“ segir Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely í Reykjavík, en fyrirtækið er líka með starfsemi á Akureyri.

5 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f