Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Mynd / Edda S. Oddsdóttir.
Líf og starf 29. júlí 2021

Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasvið Skógræktarinnar hvetur fólk til að líta eftir skaðvöldum á trjám og runnum um allt land og láta vita ef vart verður við áberandi eða óvenjulegar skemmdir vegna smádýra, sjúkdóma, veðurs eða annars sem skemmt getur trjágróður. Myndir og greinargóðar lýsingar eru vel þegnar.

Nú þegar sumarið er í algleymingi og allt er lifnað við óskar starfsfólk Mógilsár, rannsóknasviðs Skóg­ræktarinnar, eftir því að fólk um allt land sendi upplýsingar um ástand skóga þar sem farið er um, sérstaklega ef vart verður við einhvers konar óværu á trjánum. Þetta samstarf við fólkið í landinu hefur reynst afar vel undanfarin ár og er öllum sem hafa veitt upplýsingar um skaðvalda sendar bestu þakkir.

Asparglytta, birkikemba og birkiþéla dreifa sér hratt

Sérstaklega er fólk beðið um að hafa augun opin fyrir nýjum pestum á viðkomandi svæðum. Skaðvaldar eins og asparglytta, birkikemba og birkiþéla virðast til dæmis vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir. Einnig væri dýrmætt að fá svar við spurningunni:„Hver/hverjir finnst þér vera mest áberandi skaðvaldarnir á trjám í þínum landshluta/svæði í ár?“

Myndir mjög gagnlegar

Myndir mega gjarnan fylgja með enda geta þær verið mjög gagnlegar til að staðfesta greiningar. Allar myndir eru vistaðar í gagnagrunni þar sem skráð er hver er höfundur eða rétthafi þeirra. Gengið er út frá því að myndir sem fólk sendir megi nota á glærum fyrirlestra, þar sem ljósmyndara er getið, en óskað verður leyfis ef ætlunin er að nota þær til opinberrar birtingar, svo sem í Ársriti Skógræktarinnar, á vefnum, í prentmiðlum o.þ.h. Vilji fólk ekki að myndir séu notaðar með þeim hætti er fólk hvatt til að geta þess um leið og myndirnar eru sendar.

Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir á Mógilsá. Hún tekur líka við upplýsingum um skaðvalda á netfanginu brynja@skogur.is.

Land Rover með leikaraferil
Líf og starf 28. september 2022

Land Rover með leikaraferil

Á Hvammi í Hvítársíðu er Land Rover jeppi sem hefur öðlast frægð á síðus...

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið
Líf og starf 27. september 2022

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið

Ungviðið leikur við hvern sinn fingur yfir sumartímann enda svo margt skemmtile...

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum
Líf og starf 27. september 2022

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum

Skafti Vignisson og Lisa Inga Hälterlein tóku um síðustu áramót við búinu ...

Ómar Ragnarsson heiðraður
Líf og starf 27. september 2022

Ómar Ragnarsson heiðraður

Ómar Ragnarsson umhverfisverndarsinni hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigri...

Að finna óvænta gleði við Tjarnarbakkann
Líf og starf 26. september 2022

Að finna óvænta gleði við Tjarnarbakkann

Tjarnarbíó sem stendur við Tjarnargötu 10D var upphaflega byggt sem íshús* ...

Sjö umhverfisviðurkenningar
Líf og starf 26. september 2022

Sjö umhverfisviðurkenningar

Alls voru sjö umhverfisviðurkenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans...

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt
Líf og starf 23. september 2022

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt

„Þetta er gríðarmikið verkefni,“ segir Hörður G. Jóhannsson, sem hafist hefur...

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahrepp...