Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Pétur Úlfar, Mikael Bjarki og Birkir, landsmótsmeistarar 2025.
Pétur Úlfar, Mikael Bjarki og Birkir, landsmótsmeistarar 2025.
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Höfundur: Gauti Páll Jónsson, gauti.pj@hotmail.com

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er einn af föstu liðunum í íslensku skáklífi. Mótið fer þannig fram að þau grunnskólabörn sem standa sig best á ákveðnum landsvæðum (áður kjördæmum) vinna sér inn rétt til að keppa á móti þar sem fulltrúar hvers landshluta keppa saman. Greinarhöfundur getur staðfest að þetta eru eftirminnilegustu og skemmtilegustu mót sem maður tók þátt í og samt tel ég með mót erlendis. Nú eru tíu ár liðin frá því ég tók sjálfur þátt síðast og á þeim tímamótum bauðst mér að vera landsmótsstjórinn 2025. Með mér í mótshaldinu voru þeir Halldór Pálmi Bjarkason og Björn Ívar Karlsson, en Gunnar Björnsson stóð líka vaktina á hliðarlínunni. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í Grunnskólanum á Ísafirði. Veðrið lék við hópinn á Ísafirði og þá var ekkert betra en að draga fyrir gluggatjöldin og tefla innanhúss. En eftir skákir var farið beint í fótbolta að sjálfsögðu. Bæjarstæði Ísafjarðar er hreint út sagt magnað og furðulegt að fólk komi nokkru í verk í þessari náttúruparadís.

Mótinu var skipt í þrjá aldursflokka, 1.–4. bekk, 5.–7. bekk og 8.–10. bekk. Leikar fóru þannig: Pétur Úlfar Ernisson, Langholtsskóla, vann yngsta flokkinn, Birkir Hallmundarson, Lindaskóla, vann miðjuflokkinn, og Mikael Bjarki Heiðarsson, Vatnsendaskóla, vann elsta flokkinn. Þeir Pétur Úlfar og Mikael Bjarki unnu báðir yfirburðasigra, með 11 vinninga af 11 mögulegum. Birkir Hallmundarson vann sinn flokk með 10 vinningum. Áður en ég birti einu tapskák Birkis í mótinu, vil ég taka sérstaklega fram að þessi 12 ára meistari vann mig um daginn á Reykjavíkurskákmótinu. Ég vona núna að hann fyrirgefi mér þetta val á sýniskákum.

Heimamaðurinn Karma Halldórsson var sá eini í miðjuflokknum sem náði að vinna sigurvegarann í flokknum. Vinningurinn var ansi skemmtilegur, og ýmis þemu komu saman og niðurstaðan var mát. Það má kannski segja að hér sé alvöru Bændablaðsleikur á ferð!

Hér lék svartur 1. … Dd4+ og eftir 2. Kh1 kom sleggja. 2. … Rf2+!! Framhaldið varð 3. Kg1 Hxe1 4. Hxe1 Rh3+ 5. Kh1 Dg1+ 6. Hxg1 Rf2 mát.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...