Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brynleifur og Sigurlaug á Steinhólum í Skagafirði við timburstæðuna sem þau höfðu raðað snyrtilega upp.
Brynleifur og Sigurlaug á Steinhólum í Skagafirði við timburstæðuna sem þau höfðu raðað snyrtilega upp.
Mynd / Sigurlaug Brynleifsdóttir
Líf og starf 20. september 2021

Kurlar grisjunarvið sem nýtist vel sem undirburður í reiðskemmur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Þetta er mjög góð leið til að nýta efnið,“ segir Johan Holst, skógarbóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi.

Hann hefur verið á ferðinni í Skagafirði með kurlara með sérútbúnum hnífum sem kurla smátt, en það sem til fellur verður nýtt sem undirlag í reiðhallir.

Kurlið komið á vagn og á leið á Narfastaði. Um það bil 35 til 40 rúmmetrar af gæðaefni kom út úr kurluninni.

Johan segir að skógrækt hafi um árabil verið stunduð á Silfra­stöðum. Það sama eigi við víða á Norðurlandi vestra og eiga margir skógarbændur á því svæði það sameiginlegt að hafa byrjað sína skógrækt í kringum síðastliðin aldamót, um 2000. Svo er komið að grisja þarf í skógræktinni en trén ekki enn komin á það stig að nýtast sem timbur.

„Við veltum því töluvert fyrir okkur hvort hægt væri að nýta þann efnivið sem til fellur við grisjun nú og búa til einhver verðmæti. Ég lét mér jafnvel detta í hug að skilja þetta eftir í skóginum og láta grotna niður og verða með tímanum að áburði,“ segir Johan, en staldraði ekki lengi við þá hugmynd enda þykir honum meira um vert að nýta grisjunarviðinn sé þess kostur.

Unnið hörðum höndum við að kurla efnið úr skógrækt Steinhólsbænda, þeirra Önnu Árnínu og Brynleifs.

Kurlari með sérútbúnum hnífum

Fjölmörg hestabú eru í Skagafirði og við nokkur þeirra eru reiðskemmur. Hugmyndin um að kurla trén og nýta sem undirburð í skemmunum laust niður í höfuð hans einn góðan veðurdag. Kurlarar sem til voru kurla efnið frekar gróft og hentar slíkt kurl ekki sem undirburður fyrir hross. Johan keypti kurlara með sérútbúnum hnífum sem skera efnið meira niður þannig að það verður smærra og fínna og passar betur í reiðskemmur.

Johan fór með græjuna að Hólum í Hjaltadal fyrir skemmstu og gerði þar tilraun með kurlun á efni sem til féll úr grisjun í nytjaskógi sem vex þar á svæðinu. „Þetta var tilraunaverkefni, við fengum um það bil 45 til 50 rúmmetra af kurli og verður það nýtt í reiðhöll á Hólum. Fólki leist mjög vel á þetta gæðaefni og ekki verra að nýta það sem fellur til á svæðinu heima við,“ segir Johan.

Kurl úr trjám hentar vel sem undirburður á reiðhallir. Hér er verið að prófa.

Ekkert fer til spillis

Tilraunakurlið á Hólum spurðist út og föluðust bændur á Narfastöðum eftir sams konar efni frá honum til að nota í sína reiðskemmu. Svo skemmtilega vildi til að skógarbændur á Steinhólum, þau Anna Árnína Stefánsdóttir og Brynleifur G. Siglaugsson, höfðu grisjað hjá sér skóg og höfðu raðað afrakstrinum upp í snyrtilegar stæður. Johan fékk að kurla það efni og var það flutt yfir að Narfastöðum í kjölfarið, en skammt er á milli bæjanna.

„Þetta er virkilega góð leið til að nýta efnið, það fer ekkert til spillis, flutningur er lítill sem enginn og nýtingin á skóginum verður sjálfbær. Þetta er mikill hvati fyrir skógarbændur, sem sjá að þeir geta skapað verðmæti úr sínum afurðum,“ segir Johan. Telur hann að efnið nýtist í reiðskemmum í nokkur ár, þrjú til fjögur og jafnvel lengur, með því að bæta reglulega nýju ofan á.“

Brynleifur keyrir timbrið út úr skóginum.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...